Ritverk Árna Árnasonar/Ársæll Grímsson (Dölum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 6. ágúst 2013 kl. 11:51 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 6. ágúst 2013 kl. 11:51 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|250px|''Ársæll Grímsson, Hansína Magnúsdóttir og Maggý Jórunn dóttir þeirra. '''Ársæll Grímsson''' bóndi í Dölum fæddi...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Ársæll Grímsson, Hansína Magnúsdóttir og Maggý Jórunn dóttir þeirra.

Ársæll Grímsson bóndi í Dölum fæddist 9. janúar 1901 á Eyrarbakka og lést 23. febrúar 1998.
Faðir hans var Grímur bóndi og sjómaður í Nýborg í Stokkseyrarsókn 1901, f. 5. september 1858 í Sigluvíkursókn, Rang., d. 21. ágúst 1927, Bjarnason bónda og smiðs í Gljákoti í Þykkvabæ og í Bráðræði á Akranesi, f. 18. apríl 1834 í Háfssókn, Rang., d. 24. febrúar 1920, Sigurðssonar bónda í Norður-Nýjabæ í Háfssókn 1835, f. 21. september 1809, d. 25. mars 1866, Jónssonar, og konu Sigurðar í Norður-Nýjabæ, Ástríðar húsfreyju, f. 9. nóvember 1792, d. 10. janúar 1838, Einarsdóttur.
Móðir Gríms og barnsmóðir Bjarna var Þuríður húskona í Gerði í Stokkseyrarsókn 1870, f. 20. október 1825, d. 20. júlí 1882, Jónsdóttir bónda í Traðarholti í Stokkseyrarsókn 1835, f. 1793, d. 15. mars 1836, Grímssonar (af Bergsætt) og konu Jóns í Traðarholti, Ingibjargar húsfreyju þar, f. 1792, d. 1862.

Móðir Ársæls og kona Gríms var Helga húsfreyja, f. 10. desember 1863 í Stokkseyrarsókn, d. 26. júlí 1916, Þorsteinsdóttir, bónda á Haugi í Gaulverjabæjarsókn 1850, f. 25. mars 1815, d. 17. maí 1864, Felixsonar bónda á Haugi í Gaulverjabæjarsókn 1835, Hafliðasonar, og konu Felix, Ólafar húsfreyju á Haugi 1835, f. 30. júlí 1773, d. 11. nóvember 1860, Jónsdóttur.
Móðir Helgu og barnsmóðir Þorsteins var Sólborg vinnukona, f. 2. febrúar 1825, d. 1. júlí 1888, Jónsdóttir. Móðir Sólborgar var Gróa húsmóðir á Hafurbjarnarstöðum í Útskálasókn 1840, f. 1796, d. 3. júní 1867, Brynjólfsdóttir bónda í Litlu-Sandvík Björnssonar.

Ársæll Grímsson var albróðir Guðna Grímssonar skipstjóra.

Kona Ársæls var Hansína Árný Magnúsdóttir, f. 12. janúar 1904, d. 16. september 1980.

Börn Ársæls og Hansínu:
1. Maggý Jórunn, f. 9. apríl 1927.
2. Margrét, f. 2. desember 1928, d. 23. apríl 1990.
3. Erla, f. 30. júní 1930.


Heimildir