Ritverk Árna Árnasonar/Ágúst Ólafsson (Gíslholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 5. ágúst 2013 kl. 18:08 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 5. ágúst 2013 kl. 18:08 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Ágúst Ólafsson''' frá Gíslholti fæddist 1. ágúst 1927 og lést 29. júlí 2003.<br> Foreldrar hans voru Ólafur Vigfússon formaður í [[Gíslho...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Ágúst Ólafsson frá Gíslholti fæddist 1. ágúst 1927 og lést 29. júlí 2003.
Foreldrar hans voru Ólafur Vigfússon formaður í Gíslholti, f. 21. ágúst 1891, d. 15. maí 1974 og kona hans Kristín Jónsdóttir húsfreyja, f. 22. mars 1898, d. 19. apríl 1969.

Ágúst var smiður og smábátaútgerðarmaður („trillukarl“), f. 1. ágúst 1927, dáinn 29. júlí 2003.
Kona Ágústs var NannaGuðjónsdóttir húsfreyja, f. 27. september 1928.
Þau Ágúst giftust 31. desember 1954.
Ágúst hafði byggt hluta íbúðarhússins að Austurvegi 22, er þau kynntust, og fluttust þau í húsið 1955.
Við Gos fluttu þau til Reykjavíkur, síðan í Hveragerði, en voru komin til Eyja innan árs.
Bjuggu þau að Heiðarvegi 61.


Börn Ágústs og Nönnu:
1. Jóhann Grétar Ágústsson, 7. júní 1955, ókvæntur.
2. Jóna Kristín Ágústsdóttir, f. 9. ágúst 1857, gift Birgi Guðjónssyni Magnússonar.
3. Salbjörg Ágústsdóttir, f. 24. febrúar 1959, gift Ósvaldi Tórshamar.
4. Jenný Ágústsdóttir, f. 2. janúar 1961, ógift.
5. Ólafur Gísli Ágústsson, f. 15. ágúst 1965, kvæntur Báru Kristinsdóttur Ástgeirssonar, ættuð frá Miðhúsum. Þau skildu.
6. Jón Eysteinn Ágústsson, f. 19. október 1970.


Heimildir