„Reynir Guðsteinsson (skólastjóri)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
mEkkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
'''Guðbjörn ''Reynir'' Guðsteinsson''' er fæddur 10. maí 1933, sonur Guðbjörns Ingvars Þorbjörnssonar, f. 6. sept. 1910 og Guðrúnar Margrétar Guðmundsdóttur, f. 20. júní 1909. Reynir lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1957. Kenndi við Hlíðardalsskóla 1957 til 1958, var skólastjóri Barnaskóla S.D.A. í Reykjavík 1958 til 1962, skólastjóri Barnaskóla S.D.A í Vestmannaeyjum 1962 til 1966 og skólastjóri [[Barnaskólinn í Vestmannaeyjum|Barnaskólans í Vestmannaeyjum]] frá 1966 til 1979. Var kennari við Snælandsskóla í Kópavogi frá 1979, yfirkennari við þann skóla 1980 og skólastjóri frá 1984. Reynir átti stóran þátt í að skipuleggja skólastarf barnanna á meginlandinu meðan á eldgosinu stóð 1973 og koma skólastarfinu í samt horf að loknu gosi.
'''Guðbjörn ''Reynir'' Guðsteinsson''' er fæddur 10. maí 1933, sonur Guðsteins Ingvars Þorbjörnssonar, f. 6. sept. 1910 og Guðrúnar Margrétar Guðmundsdóttur, f. 20. júní 1909. Reynir lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1957. Kenndi við Hlíðardalsskóla 1957 til 1958, var skólastjóri Barnaskóla S.D.A. í Reykjavík 1958 til 1962, skólastjóri Barnaskóla S.D.A í Vestmannaeyjum 1962 til 1966 og skólastjóri [[Barnaskólinn í Vestmannaeyjum|Barnaskólans í Vestmannaeyjum]] frá 1966 til 1979. Var kennari við Snælandsskóla í Kópavogi frá 1979, yfirkennari við þann skóla 1980 og skólastjóri frá 1984. Reynir átti stóran þátt í að skipuleggja skólastarf barnanna á meginlandinu meðan á eldgosinu stóð 1973 og koma skólastarfinu í samt horf að loknu gosi.
Reynir fór á eftirlaun haustið 2000, en hefur síðan starfað fyrir Skólaskrifstofu Kópavogs við greiningar og ráðgjöf vegna lesblindra barna.
Reynir fór á eftirlaun haustið 2000, en hefur síðan starfað fyrir Skólaskrifstofu Kópavogs við greiningar og ráðgjöf vegna lesblindra barna.



Útgáfa síðunnar 23. apríl 2010 kl. 20:17

Guðbjörn Reynir Guðsteinsson er fæddur 10. maí 1933, sonur Guðsteins Ingvars Þorbjörnssonar, f. 6. sept. 1910 og Guðrúnar Margrétar Guðmundsdóttur, f. 20. júní 1909. Reynir lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1957. Kenndi við Hlíðardalsskóla 1957 til 1958, var skólastjóri Barnaskóla S.D.A. í Reykjavík 1958 til 1962, skólastjóri Barnaskóla S.D.A í Vestmannaeyjum 1962 til 1966 og skólastjóri Barnaskólans í Vestmannaeyjum frá 1966 til 1979. Var kennari við Snælandsskóla í Kópavogi frá 1979, yfirkennari við þann skóla 1980 og skólastjóri frá 1984. Reynir átti stóran þátt í að skipuleggja skólastarf barnanna á meginlandinu meðan á eldgosinu stóð 1973 og koma skólastarfinu í samt horf að loknu gosi. Reynir fór á eftirlaun haustið 2000, en hefur síðan starfað fyrir Skólaskrifstofu Kópavogs við greiningar og ráðgjöf vegna lesblindra barna.

Reynir var mjög virkur í félagsstarfi í Vestmannaeyjum, í starfi safnaðar aðventista, íþróttahreyfingunni, hjá Alþýðuflokkunum og hjá söngfélögum. Hann var formaður Knattspyrnufélagsins Týs, formaður Samkórs Vestmannaeyja, bæjarfulltrúi 1970 til 1978 og forseti bæjarstjórnar 1977 til 1978. Hann sat í stjórn Kennarasambands Íslands 1982 til 1984.

Reynir var kvæntur Maríu Júlíu Helgadóttur og börn þeirra eru María Björk, f. 28. apríl 1956, Helgi, f. 30. des. 1958, Guðmundur Víðir, f. 24. apríl 1967 og Margrét Ósk, f. 9. júní 1972. Þau bjuggu á Illugagötu 71 frá 1967 til goss. Eftir gos bjuggu þau til að byrja með í Barnaskólanum en fluttu á Sóleyjargötu 1 og bjuggu til ársins 1978. Reynir og María skildu.
Núverandi kona hans er Helga Guðmundsdóttir. Þau búa í Hafnarfirði


Heimildir

  • Sigurgeir Jónsson, meginheimildir.
  • Gísli Hjartarson, viðtal við Víði Reynisson, tekið í febrúar 2006. Aðgengilegt á www.fosterinn.net