Ragnhildur Guðrún Ólafsdóttir (Oddhól)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Ragnhildur Guðrún Ólafsdóttir frá Oddhól, húsfreyja á Akureyri og í Reykjavík, iðnverkakona fæddist 8. apríl 1917 í Ásgarði og lést 23. febrúar 1999 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Ólafur Andrés Guðmundsson verkamaður, f. 14. október 1888 í Stekkjarhjáleigu í Hálssókn, S-Múl., d. 20. mars 1955 á Akureyri, og kona hans Sigurbjörg Hjálmarsdóttir húsfreyja, f. 6. september 1884 á Efri-Rotum u. Eyjafjöllum, d. 15. ágúst 1937 í Eyjum.
Börn Ólafs og Sigurbjargar voru:
1. Ragnhildur Guðrún Ólafsdóttir húsfreyja á Akureyri, síðar starfsmaður Lyfjaverslunar Ríkisins í Reykjavík, f. 18. apríl 1917 í Ásgarði, d. 23. febrúar 1999.
2. Guðmundur Kristinn Ólafsson vélstjóri í Eyjum, f. 23. ágúst 1918 í Ásgarði, d. 4. mars 2002.
3. Þorsteina Sigurbjörg Ólafsdóttir húsfreyja, starfsmaður Lifrarsamlags Vestmannaeyja, sjúkrahússstarfsmaður í Reykjavík og Eyjum, f. 4. september 1920 í Ásgarði, d. 15. nóvember 2012.
4. Ásmunda Ólafía Ólafsdóttir húsfreyja, verkakona hjá netagerð Útgerðarfélags Akureyrar og hjá Kassagerð Reykjavíkur, f. 16. júní 1922 í Oddhól, d. 18. október 2016.

Ragnhildur Guðrún var með fjölskyldu sinni æsku, var með henni 1930, en ekki 1934 né síðar.
Hún fluttist ung til Akureyrar, eignaðist Reyni með Magnúsi 1937, giftist honum 1938. Þau bjuggu á Akureyri til ársins 1957 og eignuðust 6 börn.
Þau fluttust til Reykjavíkur 1957. Magnús lést 1958.
Ragnhildur Guðrún vann síðan hjá Lyfjaverslun Ríkisins.
Hún bjó síðar með Jóni Valdimar Jónssyni múrarameistara frá Keflavík, f. 1923. Þau voru barnlaus, en hann átti þrjú börn frá fyrra hjónabandi.
Ragnhildur Guðrún lést 1999 og Jón Valdimar 2005.

I. Maður Ragnhildar Guðrúnar, (1. maí 1938), var Magnús Jóhannsson vélstjóri frá Akureyri, f. 20. desember 1910, d. 13. ágúst 1958. Foreldrar hans voru Jóhann Hallgrímsson, f. 24. júní 1884, d. 27. febrúar 1969 og Tómasína Þorsteinsdóttir, f. 29. október 1884, d. 14. apríl 1937.
Börn þeirra:
1. Reynir Magnússon, vélstjóri, f. 4. september 1937. Kona hans var Kristbjörg Sigurðardóttir húsfreyja.
2. Erla Magnúsdóttir húsfreyja, ritari, f. 3. febrúar 1939, gift Kristjáni Péturssyni skipstjóra.
3. Sævar Magnússon sjómaður, f 27. mars 1941, d. 26. ágúst 1998. Fyrri kona hans var Anna Sigurðardóttir húsfreyja. Seinni kona hans var Tui Donjai.
4. Arnar Þór Magnússon, f. 4. júlí 1947, d. 31. janúar 1948.
5. Arnar Jóhann Magnússon vélvirki, f. 19. desember 1948. Kona hans var Elín Björnsdóttir húsfreyja. Síðari kona hans er Jan Marie Magnússon húsfreyja, bankagjaldkeri.
6. Ólafur Sigurbjörn Magnússon framkvæmdastjóri, f. 3. október 1955, kvæntur Guðbjörgu Maríu Hafsteinsdóttur.
Einnig ólst upp á heimili þeirra á Akureyri með móður sinni Ásmundu Ólafíu systur Ragnhildar,
7. Erna Eiríksdóttir kaupmaður, f. 31. mars 1947, gift Braga Kristjánssyni kaupmanni.

II. Sambýlismaður Ragnhildar síðari ár var Jón Valdimar Jónsson, múrarameistari frá Keflavík, f. 10. ágúst 1923, d. 6. mars 2005. Hann átti þrjú börn frá fyrra hjónabandi.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.