„Ragnheiður Stefanía Sigfúsdóttir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
m (Verndaði „Ragnheiður Stefanía Sigfúsdóttir yfirhjúkrunarfræðingur“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 6. júní 2014 kl. 17:13

Ragnheiður Stefanía Sigfúsdóttir yfirhjúkrunarfræðingur, fædd að Vestri-Löndum 7. júlí 1883.
Foreldrar hennar voru hjónin Sigfús Árnason organisti og söngstjóri og kona hans Jónína K.N. Brynjólfsdóttir húsfreyja. Þau hjón bjuggu á Vestri-Löndum.
„Árið 1907 fór hún til Danmerkur og dvaldist þar í 7 ár. Fyrstu árin var hún þar við nám. Fyrst hóf hún hjúkrunarnám, en hætti því innan tíðar og aflaði sér menntunar til „munns og handa“ í ýmsum dönskum skólum. T.d. stundaði hún nám við Lýðháskólann í Askov sumarið 1908.
Ragnheiður sigldi frá Kaupmannahöfn til Bandaríkjanna veturinn 1914 og kom þá við á Azoreyjum á leiðinni. Þær hafa verið henni undralönd síðan.
Í Bandaríkjunum hefur hún átt heima síðan eða 53 ár. Um mörg ár var hún yfirhjúkrunarkona við sjúkrahús þar vestra. Ekki er annað vitað, en að hún sé enn á lífi, þegar þetta er ritað, 83 ára“ (1967).


Heimildir