Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Gerður Sigurðardóttir, Guðni Ólafsson og börn.

Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir sálfræðingur fæddist 27. janúar 1980.
Foreldrar hennar voru Guðni Ólafsson frá Heiðarbæ, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 15. ágúst 1943, d. 20. ágúst 1999, og kona hans Gerður Guðríður Sigurðardóttir frá Þrúðvangi, húsfreyja, myndlistarmaður, f. 27. desember 1944.

Börn Gerðar og Guðna:
1. Agnar Guðnason skipstjóri, f. 11. febrúar 1966. Kona hans Svanhildur Yngvadóttir.
2. Sigurður Óli Guðnason vélfræðingur í Hafnarfirði, f. 13. janúar 1968. Kona hans Kristín Fjeldsted.
3. Bjarki Guðnason sölustjóri hjá Eimskip í Reykjavík, f. 27. nóvember 1972. Kona hans Rakel Einarsdóttir.
4. Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir sálfræðingur, húsfreyja, f. 27. janúar 1980. Barnsfeður hennar Baldur Rafn Gylfason og Tryggvi Þór Hafstein. Maður hennar Reynir Finndal Grétarsson.

Ragnheiður var með foreldrum sínum í æsku.
Hún var stúdent í Framhaldsskólanum í Eyjum 1999, lauk B.A.-prófi í sálarfræði í HÍ 2011, M.A.-prófi í félags- og vinnusálfræði 2013.
Ragnheiður stundað fyrirsætustörf erlendis, vann Elite-keppnina á Íslandi 1996 og ferðaðist mikið vegna módelstarfa, m.a. í Mílanó, París, London og Edinborg. Hún varð fegurðardrottning Íslands 2001.
Hún tók að sér þátt hjá 365-miðlum, sem fjallaði um lífsstíl og heilbrigði, setti upp námskeið fyrir unglinga til að virkja hreyfingu og lífsáhuga og starfrækti það í þrjú sumur. Hún vann sjálfstætt í ýmisskonar verkefnum og bauðst stjórnendastarf morgunþáttar á Stöð 2 og sinnti honum í eitt og hálft ár. Hún var einkaþjálfari í eitt ár, bauðst verkefnastjórastaða hjá útgáfufyrirtækinu Senu og vann þar í tvö ár.
Eftir sálfræðiprófið vann hún við verkefnið ,,Þú getur“. Það snýst um forvarnir og að styðja fólk, sem á við geðræn vandamál að stríða, til náms. Hún vann á geðsviði Lsp í meistaranámi sínu og var þar í eitt ár. Á árunum 2013-2017 var hún ráðgjafi hjá Forvörnum ehf. og í Streituskóla Forvarna.
Hún og tvær aðrar konur stofnuðu fyrirtækið Hugarheim. Þær eru grunnteymi í fyrirtækinu. Hún fylgist með og greinir hugsun og hegðun fólks í félagslegum aðstæðum, handleiðir og hjálpar við ýmis vandamál, sem koma upp í mannlegri hegðun og líðan. Hún sinnir líka fræðslu innan fyrirtækja og stofnana um streitu, samskipti, tilfinningagreind og fleira. Fyrirlestrar um þessi mál verða sífellt stærri hluti af starfi hennar.
Hún eignaðist barn með Baldri Gylfa 2001.
Hún eignaðist tvö börn með Tryggva Þór, 2009 og 2016.
Þau Reynir giftu sig, eiga ekki börn saman, en Reynir á tvö börn frá fyrri samböndum.

I. Barnsfaðir Ragnheiðar er Baldur Rafn Gylfason, hárgreiðslumeistari, f. 22. mars 1977.
Barn þeirra:
1. Tristan Gylfi Baldursson, f. 22. desember 2001.

II. Barnsfaðir Ragnheiðar er Tryggvi Þór Marinósson flugstjóri, f. 6. nóvember 1975.
Börn þeirra:
2. Hannes Guðni Hafstein, f. 16. maí 2009.
3. Hektor Þór Hafstein, f. 31. janúar 2016.

III. Maður Ragnheiðar Guðfinnu er Reynir Finndal Grétarsson, lögfræðingur, f. 29. desember 1972. Foreldrar hans Grétar Guðmundsson, frá Finnstungu í A.-Hún., húsasmíðameistari, f. 4. júlí 1948, og Ingunn Gísladóttir, frá Hofi í Áshreppi, A.-Hún., kennari, f. 15. maí 1950.
Börn Reynis áður:
1. Hildur Ösp Reynisdóttir, f. 18. september 1994 á Akureyri.
2. Grétar Viðar Reynisson, f. 7. júní 2001.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.