Mylluhóll hjá Vilborgarstöðum

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Mylluhóll eða Vindkvarnarhóll var hóll norður af Vilpu og í landnorður frá Austari Vilborgarstöðum, (Austurbænum).

Vilpa. Sér í austurhluta Austari Vilborgarstaða, (Gústubæ). Til hægri er Brennihóll, (Þerrihóll). Fjær sér á Mylluhól.

Þar var ein af þrem kornmyllum í Eyjum. Ein var fyrir ofan Hraun, önnur í túni Stakkagerðis. Um skeið var reyndar mylla á brauðgerðarhúsi Garðsverzlunar, reist af Jens Benediktssen kaupmanni.
Mylluna á Vilborgarstöðum áttu þau hjónin Árni Einarsson hreppstjóri og þingmaður um hríð og Guðfinna Jónsdóttir Austmann, sem bjuggu þar. Var þessi mylla mest notuð.

Talsverður umbúnaður fylgdi myllunni. Allmikill 6 álna staur var grafinn niður í hólinn. Um hann snerist myllan. Ásinn var nefndur „draugur“ eins og hverfihlið nefndust í Eyjum, en þau voru algeng austur á bæjum.
Segl voru strengd á mylluvængina, þegar malað var. Af þeim sökum fauk myllan eitt sinn. Mun hún hafa eyðilagzt um 1890.

Eftir stóð lautin í hólnum fram að gosi.



Heimildir