Markús Vigfússon (Hólshúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 29. nóvember 2013 kl. 19:48 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 29. nóvember 2013 kl. 19:48 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Markús Vigfússon í Hólshúsi fæddist 25. desember 1851.
Foreldrar hans voru Vigfús Jónsson tómthúsmaður í Hólshúsi, f. 6. október 1822, d. í apríl 1867, og fyrri kona hans Margrét Skúladóttir húsfreyja, f. 11. nóvember 1824, d. 16. október 1859.

Markús var með foreldrum sínum í Hólshúsi 1855, með ekklinum föður sínum þar 1860. Hann var vinnumaður á Vilborgarstöðum hjá Arnbjörgu Árnadóttur og Magnúsi Magnússyni 1870, verkamaður í Reykjavík 1882, húsmaður í Litlabæ 1886. Hann fór með fjölskyldu sína frá Litlabæ til Utah 1886.

Kona Markúsar, (21. desember 1882), var Guðríður Wúlfsdóttir, f. 26. apríl 1858, d. 8. desember 1933. Hún var dóttir Valgerðar Jónsdóttur frá Norðurgarði, f. 20. ágúst 1832, d. 7. október 1896, og Wúlfs (Wolf), dansks skipherra, sem komið hafði til Eyja.
Börn Markúsar og Guðríðar hér:
1. Margrét Jónína Markúsdóttir, f. 21. nóvember 1878.
2. Friðrik Grímur Markússon, f. 13. júlí 1882, d. 18. júlí 1882.
3. Sigríður Ingibjörg Markúsdóttir, f. 21. júlí 1883.
4. Valdimar Einar Markússon, f. 23. mars 1885.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.