„Margrét Skúladóttir (Hólshúsi)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 16: Lína 16:
Hún var fyrri kona hans. Síðari kona hans var hálfsystir Margrétar, af sömu móður, [[Nikolína Ottadóttir (Hólshúsi)|Nikolína Ottadóttir]].<br>
Hún var fyrri kona hans. Síðari kona hans var hálfsystir Margrétar, af sömu móður, [[Nikolína Ottadóttir (Hólshúsi)|Nikolína Ottadóttir]].<br>
Börn Margrétar og Vigfúsar hér nefnd:<br>
Börn Margrétar og Vigfúsar hér nefnd:<br>
1. [[Markús Vigfússon (Hólshúsi)|Markús Vigfússon]], f. 25. desember 1851.<br>
1. [[Markús Vigfússon (Hólshúsi)|Markús Vigfússon]], f. 25. desember 1851, d. 6. desember 1921 í Spanish Fork í Utah.<br>
2. [[Anders Vilhelm Vigfússon (Hólshúsi)|Anders Vilhelm Vigfússon]], f. 7. júlí 1853.<br>
2. [[Anders Vilhelm Vigfússon (Hólshúsi)|Anders Vilhelm Vigfússon]], f. 7. júlí 1853.<br>
3. [[Margrét Soffía Lísbet Vigfúsdóttir (Hólshúsi)|Margrét Soffía Lísbet  Vigfúsdóttir]], f. 23. október 1857, d. 10. maí 1942.<br>
3. Friðrik Ólafur Vigfússon, f. 9. júní 1855, d. 3. júlí 1855.<br>
4. [[Margrét Soffía Lísbet Vigfúsdóttir (Hólshúsi)|Margrét Soffía Lísbet  Vigfúsdóttir]], f. 23. október 1857, d. 10. maí 1942.<br>
{{Heimildir|
{{Heimildir|
*Samantekt: [[Víglundur Þór Þorsteinsson]].
*Samantekt: [[Víglundur Þór Þorsteinsson]].

Útgáfa síðunnar 23. nóvember 2013 kl. 13:46

Margrét Skúladóttir húsfreyja í Hólshúsi fæddist 11. nóvember 1824 og lést 16. október 1859.
Faðir hennar var Skúli bóndi á Skeiðflöt í Mýrdal, f. 1797 í Bólstað þar, d. 1. desember 1848, hrapaði í snjóflóði í Hafursey, Markússon bónda á Bólstað og í Pétursey í Mýrdal, f. 1764, d. 18. febrúar 1837 í Pétursey, Árnasonar bónda á Götum í Mýrdal, d. 1766, Þorsteinssonar, og konu Árna, Þórdísar húsfreyju Jónsdóttur.
Móðir Skúla á Skeiðflöt og kona Markúsar í Pétursey var Elín húsfreyja, 1766, d. 16. október 1840, Skúladóttir bónda, síðast í Norður-Hvammi, d. 23. apríl 1798, Gíslasonar, og konu Skúla Gíslasonar, Auðbjargar húsfreyju, f. 1725, Oddsdóttur.

Margrét var hálfsystir, af sama föður, Jórunnar Skúladóttur á Kirkjubæ konu Eyjólfs Eiríkssonar, en þau voru foreldrar Jóels á Sælundi, Gísla á Búastöðum, Guðjóns á Kirkjubæ, Margrétar húsfreyju í Gerði og Rósu húsfreyju í Þorlaugargerði.

Móðir Margrétar Skúladóttur var Sigríður Nikulásdóttir í Breiðfjörðshúsi, síðar í Ottahúsi, f. 12. nóvember 1788, d. 16. maí 1859.

Margrét var hjá afa sínum og ömmu í Pétursey 1825-1832, hjá föður sínum í Pétursey 1832-1833, hjá honum og fjölskyldu hans á Skeiðflöt 1833-1836/7, léttastúlka á Felli í Mýrdal 1839-1840, hjá föður sínum aftur 1840-1841.
Hún var vinnukona í Sjólyst hjá Ásdísi Jónsdóttur og Anders Asmundsen skipstjóra 1845 og hjá þeim í Stakkagerði 1850, og þar var Vigfús Jónsson þá vinnumaður.
Húsfreyja var hún í Hólshúsi 1855, yfirsetukona.

Maður Margrétar var Vigfús Jónsson tómthúsmaður í Hólshúsi, f. 6. október 1822, d. í apríl 1867.
Hún var fyrri kona hans. Síðari kona hans var hálfsystir Margrétar, af sömu móður, Nikolína Ottadóttir.
Börn Margrétar og Vigfúsar hér nefnd:
1. Markús Vigfússon, f. 25. desember 1851, d. 6. desember 1921 í Spanish Fork í Utah.
2. Anders Vilhelm Vigfússon, f. 7. júlí 1853.
3. Friðrik Ólafur Vigfússon, f. 9. júní 1855, d. 3. júlí 1855.
4. Margrét Soffía Lísbet Vigfúsdóttir, f. 23. október 1857, d. 10. maí 1942.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Heimaslóð.is.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.