Margrét Andrea Oddgeirsdóttir (Ofanleiti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 24. september 2016 kl. 19:18 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 24. september 2016 kl. 19:18 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Margrét Andrea Oddgeirsdóttir (Ofanleiti)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Margrét Andrea Oddgeirsdóttir frá Ofanleiti, húsfreyja í Winnipeg fæddist 25. september 1879 að Felli í Mýrdal og lést 6. mars 1966 í Glendale í Kaliforníu.
Foreldrar hennar voru sr. Oddgeir Þórðarson Guðmundsen prestur, síðast að Ofanleiti, f. 11. ágúst 1849, d. 2. janúar 1924, og kona hans Anna Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 9. júní 1848, d. 2. desember 1919.

Margrét Andrea Oddgeirsdóttir.

Margrét Andrea var með foreldrum sínum á Felli í Mýrdal til ársins 1882, fluttist þá með þeim að Miklaholti í Hnappadalssýslu, var með þeim í Kálfholti í Holtum 1886-1889 og fluttist með þeim að Ofanleiti 1890.
Hún var með foreldrum sínum að Ofanleiti til ársins 1908, er hún sigldi til Kaupmannahafnar og þaðan fór hún til Ameríku, bjó í Winnipeg og síðast í Kaliforníu.

I. Maður hennar, (25. nóvember 1916), var Skúli Gissurarson Barneson frá Litla-Hrauni á Eyrarbakka, bakarameistari í Winnipeg og Los Angeles, f. 3. desember 1888 á Litla-Hrauni, d. 19. júní 1967 í Glendale. Foreldrar hans voru Gissur Bjarnason bóndi og söðlasmiður í Garðbæ og á Litla-Hrauni á Eyrarbakka, síðar í Hafnarfirði, f. 12. nóvember 1847 á Syðri-Steinsmýri í Meðallandi, d. 1. nóvember 1907, og síðari kona hans Sigríður Sveinsdóttir húsfreyja, f. 17. mars 1851 í Vesturhópshólasókn í Húnavatnssýslu, d. 19. desember 1917.
Börn þeirra:
1. Oddgeir Skúlason Barneson hermaður, síðar starfsmaður hjá Pósti og síma í Los Angeles í Kaliforníu, f. 21. október 1917 í Winnipeg.
2. Harold Hamar Skúlason Barneson verslunarmaður, síðar starfsmaður hjá Lockheed Aircraft, f. 21. maí 1920.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Knudsensætt 1-2. Ritstjóri Þorsteinn Jónsson. Sögusteinn 1986.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.