„Margrét Ólafsdóttir (Nýhöfn)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Margrét Ólafsdóttir''' frá Nýhöfn við Skólaveg 23, húsfreyja fæddist 29. júlí 1939.<br> Foreldrar hennar voru Ólafur Jónsson verkamaður, skipasmiður, f. 15. maí 1908 í Lambhúshólskoti u. Eyjafjöllum, d. 12. júlí 1998, og kona hans Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja, saumakona, f. 18. september 1913 í Ey í V.-Landeyjum, d. 27. janúar 1969. Börn Sigríðar og...)
 
m (Verndaði „Margrét Ólafsdóttir (Nýhöfn)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 30. janúar 2023 kl. 17:31

Margrét Ólafsdóttir frá Nýhöfn við Skólaveg 23, húsfreyja fæddist 29. júlí 1939.
Foreldrar hennar voru Ólafur Jónsson verkamaður, skipasmiður, f. 15. maí 1908 í Lambhúshólskoti u. Eyjafjöllum, d. 12. júlí 1998, og kona hans Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja, saumakona, f. 18. september 1913 í Ey í V.-Landeyjum, d. 27. janúar 1969.

Börn Sigríðar og Ólafs:
2. Sigríður Ólafsdóttir skrifstofumaður, f. 29. nóvember 1935 í Haga, d. 27. júlí 1968.
3. Margrét Ólafsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 29. júlí 1939 á Vestmannabraut 28.
4. Óli Þór Ólafsson skipasmíðameistari, húsasmiður, síðar á Selfossi, f. 30. mars 1942 í Nýhöfn, d. 2. júní 1997.

Margrét var með foreldrum sínum í æsku.
Þau Guðmundur giftu sig 1965, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Nýborg við Skólaveg 23 og við Urðaveg 28 fyrir Gosið 1973, þá aftur í Nýborg, en síðan við Sólhlíð 19.
Guðmundur lést 2023 í Hraunbúðum.

I. Maður Margrétar, (29. maí 1965), var Guðmundur Valdimarsson frá Hóli á Akranesi, vélstjóri, útgerðarmaður, f. 27. mars 1935, d. 3. janúar 2003.
Börn þeirra:
1. Þórhildur Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 11. febrúar 1959. Maður hennar Jón Valtýsson.
2. Jóna Björg Guðmundsdóttir héraðsskjalavörður, f. 26. október 1965.
3. Sigríður Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 8. ágúst 1967. Maður hennar Jens Karl Magnús Jóhannesson.
4. Hrefna Valdís Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 29. september 1968. Maður hennar Jón Garðar Einarsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.