Magnús Kristjánsson (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Magnús Kristjánsson.

Magnús Kristjánsson kennari fæddist 1. janúar 1883 á Hvoli í Mýrdal og lést 30. ágúst 1926.
Foreldrar hans voru Kristján Þorsteinsson bóndi, f. 20. júlí 1850, d. 26. júlí 1899, og kona hans Elín Jónsdóttir húsfreyja, f. 24. maí 1857, d. 24. maí 1907.

Magnús varð gagnfræðingur í Flensborgarskóla í Hafnarfirði 1908, lauk kennaraprófi 1911.
Hann var kennari í Barnaskólanum í Eyjum 1911-1914, dvaldi í Drangshlíð u. Eyjafjöllum frá 1914, var bóndi þar frá 1920-dd. Hann var formaður á opnum báti (Gæfu) 1919-1926.
Þau Guðrún giftu sig 1914, eignuðust sjö börn, en eitt þeirra fæddist andvana og annað lést á fyrsta ári þess.

I. Kona Magnúsar, (30. október 1914), var Guðrún Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 11. nóvember 1887, d. 15. júlí 1952. Foreldrar hennar voru Þorsteinn Jónsson bóndi á Eystri-Sólheimum, f. 4. júlí 1855, d. 15. júní 1931, og kona hans Elín Jónsdóttir húsfreyja, f. 24. maí 1857, d. 24. maí 1907.
Börn þeirra:
1. Guðrún Magnúsdóttir bústýra í Drangshlíð, síðast í Reykjavík, f. 23. maí 1916, d. 18. október 1991.
2. Kristján Magnússon bóndi í Drangshlíð f. 1. apríl 1917, d. 9. desember 1999.
3. Barn, f. andvana, f. 12. maí 1918.
4. Þorsteinn Magnússon trésmiður í Rvk, f. 6. júlí 1919, d. 8. júlí 1967.
5. Sigurður Magnússon, f. 5. september 1920, d. 25. febrúar 1921
6. Bjarni Magnússon vinnumaður, f. 12. september 1921, d. 15. júlí 1977.
7. Högni Magnússon bifvélavirki, f. 13. maí 1924, d. 25. maí 2004.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.