Magnús Jónsson (Stafholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 29. október 2016 kl. 17:27 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 29. október 2016 kl. 17:27 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Magnús Jónsson''' bóndi, verkamaður, sjómaður fæddist 8. júlí 1901 og lést 3. júlí 1986.<br> Foreldrar hans voru Jón Jóngeirsson bó...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Magnús Jónsson bóndi, verkamaður, sjómaður fæddist 8. júlí 1901 og lést 3. júlí 1986.
Foreldrar hans voru Jón Jóngeirsson bóndi í Vesturholtum u. Eyjafjöllum, f. 10. ágúst 1865, d. 11. apríl 1940, og kona hans Margrét Guðlaugsdóttir húsfreyja, f. 23. júlí 1868 í Sperðli, d. 23. desember 1937 í Brautarholti.

Magnús var á 1. ári á Lambhúshóli u. Eyjafjöllum með fjölskyldu sinni 1901, með henni í Vesturholtum þar 1910 og 1920.
Hann var bóndi í Vesturholtum, kvæntist Jónínu Ólafíu 1927, eignaðist með henni tvö börn.
Hann missti Jónínu 1930. Börnin fóru í fóstur og Magnús fluttist til Eyja, var í Stafholti í lok árs 1930. Hann var verkamaður í Eyjum, en síðar sjómaður í Reykjavík, lést 1986.

Kona Magnúsar, (27. júní 1927), var Jónína Ólafía Þorgeirsdóttir, dóttir Þorgeirs Eiríkssonar í Skel; hún var f. 5. september 1906 u. Eyjafjöllum og óx upp þar, d. 5. júlí 1930.
Börn þeirra:
1. Jón Magnússon bílamálarameistari í Reykjavík, f. 28. júní 1927, d. 3. maí 1998.
2. Ásta Sigurbjörg Magnúsdóttir á Blönduósi, f. 8. október 1929.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.