Magnús Bjarnason (sýslumaður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Magnús Bjarnason sýslumaður lést 15. nóvember 1657.
Foreldrar hans voru Bjarni Sigurðsson lögréttumaður á Stokkseyri, f. 1567, d. 28. apríl 1653 og kona hans Salvör Guðmundsdóttir prests í Gaulverjabæ, Gíslasonar.

Magnús var talinn skólagenginn, kom við skjöl 1631-1633, setti bú á Leirubakka á Landi og bjó þar til æviloka.
Hann var lögréttumaður í Rangárþingi 1643, lögsagnari Jakobs Bangs í Eyjum 1647-1650, varð sýslumaður í Eyjum 13. júlí 1650 og gegndi til 1657, en Rangárþingi 1657 til æviloka.
Þau Vilborg giftu sig , eignuðust sjö börn. Þau bjuggu á Leirubakka á Landi, Rang. til 1657.
Magnús lést 1657.
Vilborg bjó áfram á Leirubakka til æviloka 1682.

I. Kona Magnúsar var Vilborg Þorsteinsdóttir frá Þykkvabæjarklaustri, húsfreyja, d. 18. september 1682. Foreldrar hennar Þorsteinn Magnússon, sýslumaður á Þykkvabæjarklaustri, d. 8. júní 1655 og fyrsta kona hans Guðríður Árnadóttir húsfreyja.
Börn þeirra:
1. Guðni Magnússon lögréttumaður, á lífi 1659. Kona hans Ólöf Halldórsdóttir.
2. Salvör Magnúsdóttir, vinnukona á Leirubakka, f. 1636.
3. Þórunn Magnúsdóttir, húsfreyja á Útskálum, d. 1681. Maður hennar Þorleifur Kláusson.
4. Guðmundur Magnússon, bóndi á Leirubakka, f. 1645. Kona hans Guðrún Magnúsdóttir.
5. Anna Magnúsdóttir, húsfreyja í Húsagarði á Landi, f. 1646.
6. Guðríður Magnúsdóttir, húsfreyjaí Kollabæ í Fljótshlíð. Maður hennar Jón Magnússon.
7. Ingiríður Magnúsdóttir, húsfreyja í Odda, f. 1656. Maður hennar Bjarni Hallgrímsson, prestur.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Landmannabók – Landsveit. Valgeir Sigurðsson, Ragnar Böðvarsson og fleiri. Rangárþing ytra, Hellu 2003.
  • Íslendingabók.
  • Íslenzkar æviskrár. Páll Eggert Ólason og fleiri. Hið íslenzka bókmenntafélag 1948-1956.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.