Magnúsína Eyjólfsdóttir (Vesturhúsum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 5. júlí 2015 kl. 15:21 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 5. júlí 2015 kl. 15:21 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Magnúsina Eyjólfsdóttir (Vesturhúsum)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Magnúsína Eyjólfsdóttir frá Vesturhúsum fæddist 16. september 1892 og lést 9. febrúar 1968.
Foreldrar hennar voru Eyjólfur Jónsson bóndi á Vesturhúsum, f. 18. ágúst 1862, d. 16. júlí 1906, og kona hans Valgerður Eiríksdóttir húsfreyja, f. 23. október 1856, d. 25. júní 1918.

Magnúsína var með foreldrum sínum í æsku og síðan með ekkjunni móður sinni við áframhaldandi búskap hennar á Vesturhúsum. Hún var við heimilisstörf hjá henni 1910.
Einar Markús kom að Vesturhúsum frá Reykjavík 1911, var þar vinnumaður. Þau Magnúsína giftu sig 1912, voru á Vesturhúsum 1913. Börn þeirra fæddust bæði í Eyjum.
Hjónin skildu.
Magnúsína var með móður sinni á Eystri Vesturhúsum 1915 og enn 1917, en Óskar Guðmundsson var þar leigjandi 1917. Hún bjó síðan með Óskari í Eyjum, voru leigjendur á Vesturhúsum 1918, fluttust til Reykjavíkur 1919. Þau bjuggu í Skildinganesi í Seltjarnarneshreppi 1920 með tvö börn sín, Valgerði Magnúsínu, sem fædd var í Eyjum og ónefnda stúlku fædda á árinu, skírð síðar Eyvör Guðbjörg.
Magnúsína var ekkja á Franska spítalanum í Reykjavík 1930.
Hún dvaldi síðast á Elliheimilinu Grund og lést 1968.

I. Maður Magnúsínu, (22. desember 1912 í Eyjum, skildu), var Einar Markús Einarsson, þá vinnumaður á Vesturhúsum, síðar skipherra, f. 2. maí 1892, d. 18. september 1977.
Börn þeirra hér:
1. Jón Einarsson forstjóri, kennari, f. 21. júlí 1912 á Vesturhúsum, bjó síðast á Seltjarnarnesi, d. 26. maí 1968.
2. Einar Kristinn Einarsson, f. 16. desember 1913 á Vesturhúsum, d. 7. júlí 1929.

II. Sambýlismaður Magnúsínu var Óskar Guðmundsson, f. 8. apríl 1890.
Börn þeirra hér:
3. Valgerður Magnúsína Óskarsdóttir, f. 2. desember 1917 á Vesturhúsum, d. 10. október 2006.
4. Eyvör Guðbjörg Óskarsdóttir, f. 2. ágúst 1920.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.