Lovise Christine Teresia Bech

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 10. febrúar 2016 kl. 19:49 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 10. febrúar 2016 kl. 19:49 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Lovise Christine Teresia Bech''' húsfreyja í Danmörku fæddist 10. maí 1837 í Kornhól, var á lífi 1880.<br> Foreldrar hennar voru [[Sören Ludvig Bech (Garði...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Lovise Christine Teresia Bech húsfreyja í Danmörku fæddist 10. maí 1837 í Kornhól, var á lífi 1880.
Foreldrar hennar voru Sören Ludvig Bech verslunarmaður (assistent) í Garðinum, f. 1802 í Kaupmannahöfn, og kona hans Margrete Elenore Elleby Bech, f. 1809.

Lovisa fluttist með foreldrum sínum til Danmerkur 1843. Faðir hennar lést á sama ári. Hún var fósturbarn hjá frændfólki sínu 1860, húsfreyja í Præstö-héraði 1880.

Maður hennar var Henrik Peter Christian Frederik Gram, f. 1827.
Börn þeirra:
1. Louise Cathrine Nicoline Gram, f. 1862.
2. Dorthe Julie Gram, f. 1865.
3. Petra Henrikke Gram, f. 1869.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.