Logar

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 15. ágúst 2012 kl. 11:00 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 15. ágúst 2012 kl. 11:00 eftir Daniel (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Hljómsveitin Logar var stofnuð í Vestmannaeyjum árið 1964. Upphaflegu meðlimir hljómsveitarinnar voru Grétar Skaptason, Helgi Hermannsson, Henry A. Erlendsson, Hörður Sigmundsson og Þorgeir Guðmundsson. Árið 1967 gekk Hermann Ingi Hermannsson til liðs við sveitina.

Sveitin náði strax miklum vinsældum í Vestmannaeyjum og spilaði hverja helgi í Samkomuhúsinu auk þess sem dansleikir voru stundum haldnir á virkum dögum. Vinsældir sveitarinnar bárust fljótlega til fastalandsins og árið 1974 rokseldu Logar hljómplötuna Minning um mann.

Á fertugsafmæli hljómsveitarinnar árið 2004 var hljómsveitinni veitt gullplata því platan Minning um mann seldist í 18 þúsund eintökum.

Tenglar


Heimildir

  • Fréttablaðið. 11. september 2004, bls. 18.