Kristján Vilmundarson (Eyjarhólum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Kristján Vilmundarson.

Kristján Vilmundarson frá Eyjarhólum við Hásteinsveg 20, bifreiðastjóri fæddist 9. júní 1930 á Hvoli við Heimagötu 12a og lést 1. janúar 2016 á Landspítalanum.
Foreldrar hans voru Vilmundur Bernharð Kristjánsson frá Stóru-Brekku í Fljótum í Skagafirði, sjómaður, vélstjóri, bóndi, f. 6. mars 1901 á Einarsstöðum í Kræklingahlíð í Eyjafirði, d. 6. júní 1964 í Hafnarfirði, og kona hans Ingigerður Guðnadóttir frá Sauðagerði í Stokkseyrarsókn, húsfreyja, f. þar 6. janúar 1901, d. 31. desember 1988 á Borgarspítalanum.

Börn Ingigerðar og Vilmundar:
1. Guðni Vilmundarson starfsmaður hjá Íslenska álfélaginu í Straumsvík, f. 16. desember 1926 í Ráðagerði. Kona hans Svava Gísladóttir.
2. Kristján Vilmundarson bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 9. júní 1930 á Hvoli. Kona hans Erla Skagfjörð Jósefsdóttir.
3. Ásta Guðríður Vilmundardóttir húsfreyja í Hafnarfirði, f. 25. júlí 1931 á Eyjarhólum, d. 14. september 2006 á Landspítalanum. Maður hennar Guðmundur Guðmundsson, látinn.
4. Bernharð Guðjón Vilmundarson hjólbarðaviðgerðarmaður í Hafnarfirði, f. 23. september 1936 á Eyjarhólum, d. 21. nóvember 1978. Fyrrum kona hans Helga Haraldsdóttir. Kona hans Guðný Baldursdóttir.

Kristján var með foreldrum sínum í æsku, flutti með þeim að Stóru-Brekku í Fljótum 1940 og síðan að Illugastöðum þar.
Hann vann búi foreldra sinna, en síðan í vegavinnu og í verksmiðju á Siglufirði. Eftir flutning til Reykjavíkur vann hann ýmis störf, en í tuttugu ár var hann bifreiðastjóri hjá glerverksmiðjunni Íspan.
Þau Erla giftu sig 1954, eignuðust þrjú börn og Erla átti barn frá fyrra sambandi. Þau bjuggu lengi á Fossvogsbletti 52, en að lokum í Ásgarði 67 frá 1971 meðan báðum entist líf.
Kristján lést 2016. Erla býr í Hæðargarði 35 í Reykjavík.

I. Kona Kristjáns, (9. júní 1954), er Erla Skagfjörð Jósefsdóttir húsfreyja, f. 21. mars 1930 á Sauðárkróki. Foreldrar hennar voru Jósef Skagfjörð Stefánsson frá Hvammi í Hjaltadal, Skagaf., trésmiður, f. 4. nóvember 1905, d. 6. maí 2000 á Sauðárkróki, og Elín Aðalbjörg Jóhannesdóttir frá Sauðárkróki, húsfreyja, f. 29. september 1905, d. 4. maí 1995 á Sauðárkróki.
Barn Erlu:
1. Helgi Skagfjörð Kristjánsson á Akureyri, f. 9. janúar 1951, barn Erlu með Gísla Antoni Pétri Þorsteinssyni bifreiðastjóra, f. 12. september 1930 á Siglufirði, d. 1. september 1966. Kona hans Sigurveig Þórlaugsdóttir.
Börn Erlu og Kristjáns:
2. Jósef Vilmundur Kristjánsson í Kópavogi, f. 25. desember 1953. Kona hans Ingunn Björnsdóttir.
3. Vilmundur Bernharð Kristjánsson í Hveragerði, gæslumaður, f. 25. október 1959. Kona hans Ingunn Fjóla Sölvadóttir Kjerúlf.
4. Kolbrún Sjöfn Kristjánsdóttir í Reykjavík, snyrtifræðingur, f. 20. október 1963. Maður hennar Kristján Oddsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.