Kristín Gísladóttir (Gíslahjalli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 20. mars 2014 kl. 18:19 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 20. mars 2014 kl. 18:19 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Kristín Gísladóttir í Gíslahjalli fæddist 6. október 1796 og varð úti í byl 26. mars 1836.
Foreldrar hennar voru Gísli Ólafsson bóndi í Ormskoti u. Eyjafjöllum 1801, tómthúsmaður á Gjábakka og í Gíslahjalli, f. 1754, d. 15. júní 1829 í Gvendarhúsi, og kona hans Þorbjörg Ólafsdóttir húsfreyja í Ormskoti og í Gíslahjalli, f. 1760, d. ekkja í Gvendarhúsi 20. október 1830.

Kristín var með foreldrum sínum undir Eyjafjöllum, á Gjábakka og í Gíslahjalli til a.m.k. 29 ára aldurs.
Hún var vinnukona hjá Þorkeli Jónssyni og Ástríði Þorláksdóttur í „Nýbýli“, (nefnt svo í húsvitjun) 1835, Draumbæ, nefnt á manntali 1835.
Hún varð úti í byl 1836.

I. Barnsfaðir Kristínar var Jón Þorbjörnsson frá Dalahjalli, þá ókvæntur vinnumaður á Ofanleiti, f. 1801. Hann varð fyrri maður Sigríðar Einarsdóttur, en lést 3. október 1830 eftir hrap úr Fiskhellum.
Barnið var
1. Jódís Jónsdóttir, f. 5. maí 1824, d. 12. maí 1824 úr ginklofa.

II. Barnsfaðir Kristínar var Sæmundur Sæmundsson í Þorlaugargerði, f. 1805, drukknaði 26. september 1835.
Barnið var
2. Ólafur Sæmundsson, f. 21. september 1825, hefur líklega dáið ungur.

III. Barnsfaðir hennar var Ketill Marteinsson, þá vinnumaður á Steinsstöðum, sem neitaði faðerninu.
Barnið var
3. Ingveldur Ketilsdóttir, f. 16. júní 1835, d. 27. júní 1835 úr „Barnaveiki“, líklega ginklofi.


Heimildir