„Kristín Ólafsdóttir (Hvoli)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Kristín Ólafsdóttir''' frá Siglufirði, húsfreyja, verkakona fæddist 22. júlí 1925 og lést 24. október 1992.<br> Foreldrar hennar voru Ólafur Steingrímur Eiríksson fr...)
 
m (Verndaði „Kristín Ólafsdóttir (Hvoli)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 18. febrúar 2020 kl. 15:02

Kristín Ólafsdóttir frá Siglufirði, húsfreyja, verkakona fæddist 22. júlí 1925 og lést 24. október 1992.
Foreldrar hennar voru Ólafur Steingrímur Eiríksson frá Ólafsfirði, verkamaður, f. 24. júní 1897, d. 16. desember 1985, og kona hans Friðrika Jónasína Margrét Björnsdóttir úr Fljótum í Skagafirði, húsfreyja, f. 14. september 1900, d. 3. febrúar 1990.

Kristín var með foreldrum sínum á Siglufirði í æsku og enn 1945.
Þau Guðjón giftu sig í Eyjum 1947, eignuðust sex börn, en misstu eitt þeirra nær fimm ára. Guðjón átti eitt barn frá fyrra hjónabandi. Þau bjuggu í fyrstu í Valhöll, en voru komin að Hvoli við Urðaveg 1951. Þar bjuggu þau til Goss. Síðan bjuggu þau á Vesturvegi 31.
Guðjón lést 1975.
Kristín bjó áfram á Vesturvegi 31, síðan á Faxastíg 14, en að síðustu á Hásteinsvegi 62, í Hásteinsblokkinni.
Kristín lést 1992.

I. Maður Kristínar, (26. desember 1947), var Guðjón Kristinsson vélstjóri, skipstjóri, útgerðarmaður frá Miðhúsum, f. 29. nóvember 1917, d. 28. mars 1975.
Börn þeirra:
1. Jensína María Guðjónsdóttir, f. 24. janúar 1949. Maður hennar Ágúst Karlsson.
2. Ólafur Friðrik Guðjónsson, f. 26. júní 1951 á Hvoli.
3. Hörður Guðjónsson, f. 16. janúar 1955.
4. Hrefna Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 16. ágúst 1956.
5. Baldur Björn Guðjónsson, f. 16. ágúst 1958, drukknaði 4. júlí 1963.
6. Bryndís Guðjónsdóttir, f. 4. júní 1960.
Barn Guðjóns og Þuríðar Olsen fyrri konu hans:
7. Matthías Guðjónsson sjómaður, f. 14. ágúst 1938, d. 19. mars 1984.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Garður.is.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1979.
  • Íslendingabók.is.
  • Prestþjónustubækur.
  • Þjóðskrá 1986.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.