Keikó

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. júlí 2006 kl. 14:40 eftir Margret (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. júlí 2006 kl. 14:40 eftir Margret (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Keikó var líklega frægasti háhyrningur í heimi. Hann var fluttur frá Bandaríkjunum til Vestmannaeyja haustið 1998. Þá hafði hann meðal annars verið aðalhetjan í vinsælli bandarískri kvikmynd sem heitir Free Willy.

Í Vestmannaeyjum dvaldist Keikó í sérsmíðaðri kví í Klettsvík. Þar dvaldi hann þar til honum var sleppt lausum, en Keikó dó nálægt Noregi árið 2003. Er Keikó grafinn í jörðu þar í landi.