Karl Guðmundsson (skipstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 15. desember 2019 kl. 18:12 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 15. desember 2019 kl. 18:12 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Viglundur færði Karl Guðmundsson (Lögbergi) á Karl Guðmundsson (skipstjóri))
Fara í flakk Fara í leit

Guðmundur Karl Guðmundsson fæddist 17. júlí 1922 og lést 25. ágúst 1987. Hann var kvæntur Símoníu Pálsdóttur. Þau bjuggu að Brekastíg 25 um miðja síðustu öld en bjuggu að Sóleyjargötu 4 seinni árin.

Karl var skipstjóri og útgerðarmaður.

Óskar Kárason samdi formannavísu um Karl:

Karl veit ég kvíðinn varla,
köld þó að hríðin gnöldri.
Guðmundsson lögs á lundinn
leggur títt siglu-steggja.
Fjalari halur halar,
hafs út í bylja kafi.
Fengsæll með formanns gengi
fyrðurinn loðnung myrðir.

Myndir


Heimildir

  • Óskar Kárason. Formannavísur II. Vestmannaeyjum, 1956.