„Karl Guðmundsson (skipstjóri)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Til aðgreiningar alnafna.)
 
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 15. desember 2019 kl. 18:12

Guðmundur Karl Guðmundsson fæddist 17. júlí 1922 og lést 25. ágúst 1987. Hann var kvæntur Símoníu Pálsdóttur. Þau bjuggu að Brekastíg 25 um miðja síðustu öld en bjuggu að Sóleyjargötu 4 seinni árin.

Karl var skipstjóri og útgerðarmaður.

Óskar Kárason samdi formannavísu um Karl:

Karl veit ég kvíðinn varla,
köld þó að hríðin gnöldri.
Guðmundsson lögs á lundinn
leggur títt siglu-steggja.
Fjalari halur halar,
hafs út í bylja kafi.
Fengsæll með formanns gengi
fyrðurinn loðnung myrðir.

Myndir


Heimildir

  • Óskar Kárason. Formannavísur II. Vestmannaeyjum, 1956.