Kafhellir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Heimaey frá Kafhelli.

Í Hænu er hellir sem kallast Kafhellir. Þegar komið er inn í hann hækkar hvelfingin en þó er hann allur fremur lágur til loftsins og stuttur, en mjög djúpur. Ljósið fellur einkennilega á hellisloftið, veggina og sjóflötinn inni í hellinum. Það er útaf því að það er neðansjávarop í vesturendanum. Hellirinn opnast einnig í norðvestur og skín mikil litadýrð þegar síðdegissólin skín inn. Á veggjum hellisins er lifrauður þaragróður sem gefa honum töfrandi og undarlegan bjarma. Litadýrð hellisins kemur sérstaklega vel fram í kvöldsólinni.



Heimildir

  • Árbók F.Í. 1948