Jón Árnason (Vilborgarstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 29. júní 2015 kl. 22:28 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 29. júní 2015 kl. 22:28 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Jón Árnason bóndi í Þorlaugargerði, Nýjabæ og húsmaður á Vilborgarstöðum fæddist 1731 og hrapaði úr Hamrinum 2. júní 1803.
Jón var í Þorlaugargerði 1789, í Nýjabæ 1801 og á Vilborgarstöðum við andlát.
Hann var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona er ókunn.
Barn þeirra:
1. Ingibjörg Jónsdóttir, f. 1778, d. 1818.

II. Síðari kona Jóns var Guðrún Hróbjartsdóttir húsfreyja og ljósmóðir, f. 1742, d. 23. febrúar 1827.
Þau Guðrún voru barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Ljósmæður á Íslandi 1-2. Ritstjóri Björg Einarsdóttir. Ljósmæðrafélag Íslands 1984.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.