Júlía Árnadóttir (Breiðabliki)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Júlía Árnadóttir frá Moldtungu (nú Meiri-Tunga) í Holtahreppi, Rang., húsfreyja fæddist þar 16. júlí 1896 og lést 11. apríl 1980.
Foreldrar hennar voru Árni Árnason bóndi í Moldtungu (Meiri-Tungu), síðan í Látalæti (Múla) í Landsveit, f. 9. ágúst 1864 í Fellsmúla í Landsveit, d. 29. apríl 1912 í Reykjavík, og fyrri kona hans Þórunn Magnúsdóttir frá Ketilsstöðum í Holtahreppi, húsfreyja, f. 6. ágúst 1864, d. 6. desember 1901.

Júlía Árnadóttir.

Júlía var með foreldrum sínum, en móðir hennar lést, er Júlía var fimm ára. Hún var með föður sínum og Guðrúnu síðari konu hans í Látalæti 1910, var hjú á Bjalla í Landsveit hjá Málfríði systur sinni 1920.
Þau Halldór giftu sig 1923 og fluttu til Eyja á því ári.
Þau eignuðust þrjú börn, bjuggu í Byggðarholti við Kirkjuveg 9b, á Vegbergi, Eystri-Gjábakka og Breiðabliki og fluttu til Selfoss 1942.
Halldór lést 1970 og Júlía 1980.

I. Maður Júlíu, (1923), var Ólafur Sveinn Halldór Árnason frá Kolfreyju í Fáskrúðsfirði, bifreiðastjóri, f. 5. október 1905, d. 1. desember 1970.
Börn þeirra:
1. Árni Halldórsson, f. 22. október 1924 í Byggðarholti, d. 23. nóvember 1998.
2. Guðni Halldórsson, f. 16. desember 1926 á Vegbergi, d. 30. janúar 2003.
3. Sveinn Halldórsson, f. 16. desember 1926 á Vegbergi, d. 18. júlí 2006.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók I – Holtahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra, Hellu 2006.
  • Íslendingabók.
  • Landmannabók – Landsveit. Valgeir Sigurðsson, Ragnar Böðvarsson og fleiri. Rangárþing ytra, Hellu 2003.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.