Jóna Bríet Guðjónsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Jóna Bríet Guðjónsdóttir.

Jóna Bríet Guðjónsdóttir frá Breiðholti, húsfreyja í Hafnarfirði fæddist 5. mars 1933 í Breiðholti og lést 16. desember 2020 á Hjúkrunarheimilinu Sólvangi.
Foreldrar hennar voru Guðjón Hafsteinn Jónatansson bifreiðastjóri, vélstjóri, rennismiður, f. 30. júní 1910 í Breiðholti, d. 8. mars 1993, og kona hans Guðríður Árnadóttir frá Hrólfsstaðahelli í Landsveit, húsfreyja, f. 5. apríl 1906, d. 19. ágúst 1984.

Börn Guðríðar og Guðjóns:
1. Jóna Bríet Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 5. mars 1933 í Breiðholti.
2. Árni Guðjónsson blikksmíðameistari, björgunarsveitarmaður í Kópavogi, f. 12. janúar 1934 í Pétursey, d. 16. mars 2015.
3. Rúnar Guðjónsson, f. 8. nóvember 1939 á Hjalteyri, d. 31. ágúst 1957.
Jóna Bríet var með foreldrum sínum í æsku, í Breiðholti, Pétursey og Hjalteyri og fluttist með þeim í Kópavog 1945.
Hún var lengi dómritari hjá bæjarfógetanum og sýslumanninum í Hafnarfirði.
Þau Guðvarður eignuðust tvö börn, bjuggu í Hafnarfirði.
Guðvarður lést 1956. Jóna Bríet bjó við Sólvangsgötu í Hafnarfirði. Hún dvaldi síðast á Sólvangi og lést 2020.

I. Maður Jónu Bríetar var Guðvarður Björgvin Fannberg Einarsson smiður, f. 21. júlí 1931, d. 17. júní 1956.
Börn þeirra:
1. Guðjón Guðvarðarson, f. 19 janúar 1953 í Reykjavík. Fyrri kona hans var Hjördís Inga Sigurðardóttir. Síðari kona hans er Ásdís Sigurðardóttir.
2. Guðbjörg Guðvarðardóttir húsfreyja, f. 5. júlí 1956 í Kópavogi. Maður hennar er Ólafur Einar Sigurðsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.