„Jón Nikulásson (Kirkjubæ)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: 250px|thumb|''Jón Nikulásson. '''Jón Nikulásson''' á Kirkjubæ, sjómaður fæddist 6. ágúst 1903 á Kljá í Hel...)
 
m (Verndaði „Jón Nikulásson (Kirkjubæ)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 7. janúar 2020 kl. 20:52

Jón Nikulásson.

Jón Nikulásson á Kirkjubæ, sjómaður fæddist 6. ágúst 1903 á Kljá í Helgafellssveit á Snæfellsnesi og lést 1. júlí 1978.
Foreldrar hans voru Nikulás Þorsteinsson bóndi, f. 22. júní 1863 í Akureyjum á Breiðafirði, d. 1. mars 1914, og kona hans Guðrún Bjarnadóttir húsfreyja, f. 13. júlí 1867, d. 9. maí 1953.

Jón var með foreldrum sínum á Kljá fyrstu ár sín, síðast 1908, en var tökubarn í Hrísum í Helgafellssveit 1909 og enn 1914.
Hann var fluttur að Mölum í Bolungarvík til Guðnýjar móðursystur sinnar og manns hennar Péturs Oddssonar kaupmanns og var þar fósturbarn frá 1915.
Jón fluttist til Eyja 1939, stundaði sjómennsku og var í áhöfn Herjólfs frá 1959 til starfsloka sinna.
Þau Salgerður (Sala á Kirkjubæ) giftu sig 1940, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu í Vestri-Staðarbæ á Kirkjubæ, byggðu hús suðvestur af gamla bænum og bjuggu þar uns Gosið eyddi. Þá fluttust þau til Reykjavíkur, bjuggu í Hraunbæ 10.
Jón lést 1978 og Salgerður 1981.

I. Kona Jóns, (26. mars 1940), var Salgerður Sveinbjörg Arngrímsdóttir húsfreyja, f. 20. október 1905 í Vestri-Staðarbæ, d. 25. mars 1981.
Barn þeirra:
1. Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 18. janúar 1940.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.