„Jón Hafliðason (Bergstöðum)“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
(Smáleiðr.)
Ekkert breytingarágrip
 
(10 millibreytingar ekki sýndar frá 4 notendum)
The content of the old revision is missing or corrupted.
Lína 1: Lína 1:
'''Jón Hafliðason''', [[Bergsstaðir|Bergsstöðum]], fæddist í Mýrdal þann 2. febrúar 1887 og lést 13. júlí 1972. Jón fór til Vestmannaeyja árið 1903 og var sjómaður á opnu skipunum þar til vélbátarnir komu. Þá kaupir hann bát með fleiri mönnum, var það [[Haukur]]. Formennsku byrjar Jón árið 1913 með [[Sigga|Siggu]]. Eftir það var Jón meðal annars með [[Njáll|Njál]] og [[Björg]] en þann bát missti Jón í suðaustan ofviðri árið 1924. Í kjölfarið hætti Jón formennsku.
Jón bjó í Reykjvík er hann lést, 85 ára gamall.
{{Heimildir|
* ''Sjómannablaðið Víkingur.'' Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.}}


=Frekari umfjöllun=
'''Jón Hafliðason'''  á  [[Bergstaðir|Bergstöðum]], skipstjóri, útgerðarmaður fæddist  2. febrúar 1887  í Fjósum í Mýrdal og lést 13. júlí 1972. <br>
Faðir hans var Hafliði bóndi í Fjósum í Mýrdal, f. 25. janúar 1838 í Dalssókn undir Eyjafjöllum, d. 10. september 1895 í Fjósum, Narfason bónda í Dalskoti undir Eyjafjöllum, f. 14. september 1792, drukknaði í Prófastsál í Markarfljóti 27. desember 1839, Jónssonar bónda  í Lunansholti á Landi, f. 1769, drukknaði í Þjórsá 22. júlí 1809, Þorsteinssonar, og konu Jóns í Lunansholti, Guðleifar húsfreyju, bónda eftir Jón í Lunansholti til 1810, en síðan bónda í Holtsmúla þar 1810-1827, f. 1765, d. 13. nóvember 1838 í Holtsmúla, Narfadóttur.<br>
Móðir Hafliða í Fjósum og kona Narfa Jónssonar í Dalskoti var Guðlaug húsfreyja, f. 1. ágúst 1802, d. 6. júní 1870, Ásmundsdóttir bónda í Stóruvallahjáleigu á Landi, f. 1760, á lífi 1803, Bjarnasonar, og konu Ásmundar, Valgerðar húsfreyju, f. 1771, d. 2. júní 1834, Þorkelsdóttur. <br>
Móðir Jóns og síðari kona, (25. október 1884), Hafliða Narfasonar var
Guðbjörg húsfreyja, f. 25. apríl 1855 í Breiðuhlíð í Mýrdal, d. 11. mars 1931, Jónsdóttir bónda í Kaldrananesi í Mýrdal og Breiðuhlíð, f. 17. júlí 1819 í Stóra-Dal í Mýrdal, d. 29. mars 1871, Arnoddssonar  bónda í Stóra-Dal, f. 8. mars 1789 í Vatnsdal í Fljótshlíð, d. 6. mars 1868, Jónssonar, og konu Arnodds, Guðbjargar húsfreyju, f. 5. apríl 1795 á Hvoli í Mýrdal, d. 27. maí 1860, Jónsdóttur. <br>
Kona Jóns Arnoddssonar og móðir Guðbjargar húsfreyju í  Fjósum var Katrín húsfreyja, f. 17. ágúst 1825 á Hunkubökkum á Síðu, d. 28. júní 1892, Einarsdóttir bónda í Fjósum, f. 30. mars 1802 á Hunkubökkum, d. 15. ágúst 1879, Þorsteinssonar og konu Einars Guðlaugar húsfreyju, f. 8. janúar 1802 á Núpstað, d. 3. ágúst 1843 Jónsdóttur.
I. Börn Hafliða Narfasonar og fyrri konu hans Guðrúnar Þorsteinsdóttur í Eyjum:<br>
1. [[Guðrún Hafliðadóttir (Kiðjabergi)|Guðrún]] á [[Kiðjaberg]]i móðir<br>
a) [[Jóhann Óskar Alexis Ágústsson|Jóhanns Óskars Alexis Ágústssonar, (Alla rakara)]], <br>
b) [[Guðrún Ágústa Ágústsdóttir Andersen|Guðrúnar Ágústu]] á Kiðjabergi konu [[Willum Andersen|Willums Andersen]] og <br>
c) [[Jóhanna Andrea Ágústsdóttir|Jóhönnu]] konu [[Baldur Ólafsson (bankastjóri)|Baldurs Ólafssonar]] bankastjóra.<br>
2. [[Þorsteinn Hafliðason (skósmiður)|Þorsteinn Hafliðason]] skósmiður, faðir<br>
a) [[Jakobína Þorsteinsdóttir (Ásavegi 5)|Þórunnar ''Jakobínu'']] konu [[Marinó Jónsson (símritari)|Marinós Jónssonar]], <br>
b) [[Bjarni Eyþór Þorsteinsson|Bjarna Eyþórs]], <br>
c)  [[Guðrún Þorsteinsdóttir Sívertsen|Guðrúnar Síversen]] og <br>
d) [[Hafsteinn Þorsteinsson (símstjóri)|Hafsteins]] símstjóra.<br>
3. [[Jakobína Hafliðadóttir (Eyjarhólum)|Þórunn Jakobína Hafliðadóttir]] húsfreyja á Eyjarhólum, móðir<br>
a) [[Guðlaugur Gíslason|Guðlaugs]] og systkina hans.<br>
II. Börn Hafliða Narfasonar og síðari konu hans Guðbjargar Jónsdóttur í Eyjum:<br>
1. [[Guðjón Hafliðason (Skaftafelli)|Guðjón Hafliðason]] á [[Skaftafell]]i, faðir Skaftafellssystkina, <br>
2. [[Jón Hafliðason (Bergstöðum)|Jón Hafliðason]] á [[Bergstaðir|Bergstöðum]] faðir <br>
a) [[Borgþór H. Jónsson (veðurfræðingur)|Borgþórs H. Jónssonar]] veðurfræðings,  <br>
3. [[Karólína Margrét Hafliðadóttir|Karólína Margrét]] húsfreyja, síðar í Hafnarfirði, móðir <br>
a) [[Vilhjálmur Skúlason (prófessor)|Vilhjálms Gríms Skúlasonar]] prófessors.<br>
Jón var með foreldrum sínum í Fjósum til 1896, var tökubarn á Dýrhólum í Mýrdal og síðan vinnumaður þar 1896-1905.<br>
Hann flutti til Eyja 1905, var vinnumaður í [[London]] 1906 og 1907, síðan sjómaður, útgerðarmaður og skipstjóri, en síðan verkamaður. <br>
Þau Sigríður giftu sig 1910, eignuðust fjögur börn, en misstu eitt þeirra nýfætt. Þau bjuggu á Bergstöðum, en fluttu til Reykjavíkur 1940.<br>
Sigríður lést 1970 og Jón 1972.
I. Kona Jóns, (15. september 1910 í Reykjavík), var [[Sigríður Bjarnadóttir (Bergstöðum)|Sigríður Bjarnadóttir]] frá Hraunbæ í Álftaveri, húsfreyja, f. 3. september 1883, d. 16. júlí 1970.<br>
Börn þeirra:<br>
1. [[Stefán M. Þ. Jónsson|Stefán Matthías Þorsteinn Jónsson]] sjómaður, verslunarmaður, síðast á Seltjarnarnesi, f. 22. febrúar 1911 á Bergstöðum, d. 11. apríl 1974.<br>
2. [[Margrét Jónsdóttir (Bergstöðum)|Margrét Guðbjörg Jónsdóttir]], f. 9. febrúar 1913, d. 1. febrúar 1981.<br>
3.  [[Borgþór H. Jónsson (veðurfræðingur)|Borgþór Hafsteinn Jónsson]] veðurfræðingur, f. 9. apríl 1924 á Bergstöðum, d. 12. nóvember 2002.
{{Heimildir|
*Samantekt: [[Víglundur Þór Þorsteinsson]].
*Íslendingabók.is.
*Manntöl.
*Prestþjónustubækur. 
*Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.}}
{{Æviskrár Víglundar Þórs}}
[[Flokkur: Verkamenn]]
[[Flokkur: Sjómenn]]
[[Flokkur: Skipstjórar]]
[[Flokkur: Útgerðarmenn]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]]
[[Flokkur: Fólk dáið á 20. öld]]
[[Flokkur: Íbúar í London]]
[[Flokkur: Íbúar á Bergstöðum]]
[[Flokkur: Íbúar við Urðaveg]]

Leiðsagnarval