Jón Eiríksson (Gjábakka)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Jón Eiríksson sjómaður frá Gjábakka fæddist 14. október 1847 og drukknaði 26. febrúar 1869.
Foreldrar hans voru Kristín Jónsdóttir húsfreyja á Gjábakka, f. 1811, d. 14. október 1883, og maður hennar Eiríkur Hansson sjávarbóndi, f. 3. ágúst 1815, drukknaði 26. febrúar 1869.

Jón var með foreldrum sínum frá fæðingu. Hann var skipverji á Blíð og fórst við Bjarnarey 1869, ásamt föður sínum, Rósinkrans bróður sínum, Jóni lóðs mági sínum og Guðna unnusta systur hans og fleiri í Útilegunni miklu við Bjarnarey 1869.
Jón var ókvæntur og barnlaus.
Þeir, sem fórust við Bjarnarey, voru:
1. Jón Jónsson lóðs á Vilborgarstöðum, formaður. Kona hans var Veigalín Eiríksdóttir frá Gjábakka.
2. Eiríkur Hansson bóndi á Gjábakka.
3. Jón Eiríksson.
4. Rósinkranz, sonur Eiríks Hanssonar.
5. Guðni Guðmundsson smiður í Fagurlyst, verðandi tengdasonur Eiríks Hanssonar, unnusti Málfríðar.
6. Snjólfur Þorsteinsson, vinnumaður í Görðum við Kirkjubæ unnusti Þorgerðar Gísladóttur.
7. Bjarni Magnússon bóndi á Kirkjubæ, maður Þóru Jónsdóttur.
8. Jósep Sveinsson vinnumaður í Háagarði.
9. Jón Guðmundsson, unglingur frá Núpakoti undir Eyjafjöllum, óskilgetinn sonur Margrétar Halldórsdóttur, síðari konu Jóns Þorgeirssonar bónda á Oddsstöðum.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.