Jón Einarsson (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Jón Einarsson kennari.

Jón Einarsson vélstjóri, kennari, forstöðumaður fæddist 16. október 1923 á Raufarhöfn og lést 29. júlí 1993.
Foreldrar hans voru Einar Baldvin Jónsson kaupmaður á Raufarhöfn, f. 25. ágúst 1894 á Hraunum í Fljótum í Skagafirði, d. 6. febrúar 1968, og kona hans Hólmfríður Árnadóttir húsfreyja, kirkjuorganisti, f. 19. september 1904 á Brekku í Núpasveit í N-Þing., d. 17. júlí 1992.

Jón var við nám í MA 1938-1940, lauk Iðnskólanum í Reykjavík 1948, iðnnámi í Landssmiðjunni 1949, vélstjóraprófi í Vélskólanum í Reykjavík 1950 og rafmagnsdeild 1951. Hann lauk einnig námi í uppeldis- og kennslufræðum í KHÍ 1976.
Hann var vélstjóri hjá Skipadeild SÍS 1951-1953, starfaði hjá Rederi AB Westhor í Kalmar í Svíþjóð 1953-1954, hjá Landhelgisgæslunni 1954-1966, en var síðan kennari við Vélskóla Íslands til dauðadags.
Hann var forstöðumaður Vélskóla Íslands í Eyjum 1968-1972.
Frásögn hans af síðasta mótornámskeiði Fiskifélagsins í Eyjum er í Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1979/Síðasta mótornámskeið Fiskifélagsins í Vestmannaeyjum.

Kona hans, (18. júlí 1949), var Vilborg Berentsdóttir húsfreyja, f. 24. júlí 1919 í Reykjavík, d. 29. apríl 2009.
Barn þeirra:
1. Hólmfríður Jónsdóttir húsfreyja í Mosfellsbæ, f. 26. júní 1952.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.