„Jón Bragi Bjarnason“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Jón Bragi Bjarnason“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 15: Lína 15:
I. Kona Jóns Braga, (5. júní 1971, skildu), er [[Guðrún Stefánsdóttir (kennari)|Guðrún Stefánsdóttir]] húsfreyja, kennari, f. 17. ágúst 1952.<br>
I. Kona Jóns Braga, (5. júní 1971, skildu), er [[Guðrún Stefánsdóttir (kennari)|Guðrún Stefánsdóttir]] húsfreyja, kennari, f. 17. ágúst 1952.<br>
Börn þeirra:<br>
Börn þeirra:<br>
1. [[Sigurrós Jónsdóttir]] viðskiptafræðingur, M.A. í kennslufræðum, leikskólakennari, f. 22. nóvember 1972 í Eyjum. Maður hennar  Kári Ibsen Árnason.<br>
1. [[Sigurrós Jóns Bragadóttir]] viðskiptafræðingur, M.A. í kennslufræðum, leikskólakennari, f. 22. nóvember 1972 í Eyjum. Maður hennar  Kári Ibsen Árnason.<br>
2. [[Sigríður Dröfn Jónsdóttir]], með B.Sc.-próf í matvælafræði og M.A.-próf í kennslufræðum, f. 28. apríl 1976. Maður hennar Andrés Þór Gunnlaugsson.<br>
2. [[Sigríður Dröfn Jónsdóttir]], með B.Sc.-próf í matvælafræði og M.A.-próf í kennslufræðum, f. 28. apríl 1976. Maður hennar Andrés Þór Gunnlaugsson.<br>
3. [[Bjarni Bragi Jónsson (yngri)|Bjarni Bragi Jónsson]] yngri,  eðlisfræðingur, með  B.Sc.-próf í hugbúnaðarverkfræði, sérfræðingur hjá Data Lab, f. 18. júní 1991. Kona hans [[Hólmfríður Hartmannsdóttir]].
3. [[Bjarni Bragi Jónsson (yngri)|Bjarni Bragi Jónsson]] yngri,  eðlisfræðingur, með  B.Sc.-próf í hugbúnaðarverkfræði, sérfræðingur hjá Data Lab, f. 18. júní 1991. Kona hans [[Hólmfríður Hartmannsdóttir]].

Núverandi breyting frá og með 7. apríl 2024 kl. 10:19

Jón Bragi Bjarnason.

Jón Bragi Bjarnason frá Rvk, prófessor fæddist þar 15. ágúst 1948 og lést 3. janúar 2011 í Maryland í Bandaríkjunum.
Foreldrar hans voru Bjarni Bragi Jónsson hagfræðingur, aðstoðarbankastjóri Seðlabankans, f. 18. júlí 1928 í Rvk, d. 1. júlí 2018, og kona hans Rósa Guðmundsdóttir húsfreyja, kennari, sjúkraliði, myndlistarmaður, f. 25. mars 1930, d. 3. apríl 2023.

Jón Bragi ólst upp í Rvk og Kópavogi.
Hann varð stúdent í MR 1969, lauk B.Sc.-prófi í efnafræði í HÍ 1973 og doktorsprófi í lífefnafræði í Colorado State University 1978.
Jón Bragi var lektor og dósent í lífefnafræði í HÍ frá 1978, varð prófessor 1985. Hann var gistiprófessor við tvo bandaríska háskóla og stundaði rannsóknir í München í Þýskalandi með styrk frá Humbolt-stofnuninni. Aðalrannsóknastarf hans var á meltingarenzymum og nýtingu þeirra til arðbærrar framleiðslu. Frá upphafi vann hann að rannsóknum sínum við Raunvísindastofnun Háskólans. Hann átti sæti í stjórn hennar og var formaður stjórnarinnar í nokkur ár. Hann birti fjölda greina um um enzymrannsóknir og líftækni, var höfundur tveggja einkaleyfa um hagnýtingu þorskaenzyma .
Jón Bragi stofnaði líftæknifyrirtækið Enzímtækni 1999. Það framleiðir m.a. húðáburðinn PENZIM. Auk þess var hann aðili að stofnun líftæknifyrirtækjanna Norður ehf. og Norðurís.
Hann sat í stjórn Félags háskólakennara, var formaður 1984-1986, fulltrúi í háskólaráði 1984, sat í líftækninefnd Rannsóknaráðs ríkisins og var í starfshópum um líftækni.
Jón Bragi var varaþingmaður fyrir Alþýðuflokkinn 1987-1991, sat í stjórn Stúdentafélags Reykjavíkur, var formaður þess í eitt ár, sat í stjórn Fullbright í fjögur ár, var stjórnarmaður í Vísindaráði Íslands og frá 2009 var hann í vísindanefnd Vísinda- og Tækniráðs.
Þau Guðrún giftu sig 1971, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu við Boðaslóð 23 1972. Þau skildu.
Þau Ágústa giftu sig, eignuðust ekki börn saman, en hún átti þrjú börn frá fyrra sambandi.
Jón Bragi lést 2011.

I. Kona Jóns Braga, (5. júní 1971, skildu), er Guðrún Stefánsdóttir húsfreyja, kennari, f. 17. ágúst 1952.
Börn þeirra:
1. Sigurrós Jóns Bragadóttir viðskiptafræðingur, M.A. í kennslufræðum, leikskólakennari, f. 22. nóvember 1972 í Eyjum. Maður hennar Kári Ibsen Árnason.
2. Sigríður Dröfn Jónsdóttir, með B.Sc.-próf í matvælafræði og M.A.-próf í kennslufræðum, f. 28. apríl 1976. Maður hennar Andrés Þór Gunnlaugsson.
3. Bjarni Bragi Jónsson yngri, eðlisfræðingur, með B.Sc.-próf í hugbúnaðarverkfræði, sérfræðingur hjá Data Lab, f. 18. júní 1991. Kona hans Hólmfríður Hartmannsdóttir.

II. Kona Jóns Braga er Ingigerður Agústa Guðmundsdóttir, prófessor við HÍ, f. 2. júlí 1945. Foreldrar hennar voru Guðmundur Ágústsson, f. 8. október 1916, d. 17. október 1983, og Þuríður Ingibjörg Þórarinsdóttir, f. 18. apríl 1915, d. 20. febrúar 2002.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.