Jón Árnason yngri (Vilborgarstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Jón Árnason frá Vilborgarstöðum fæddist þann 24. maí 1855 og lést árið 1933. Hann var sonur Árna Einarssonar hreppstjóra og Guðfinnu Jónsdóttur prests Austmanns.

Hann var barnakennari í Vestmannaeyjum veturinn 1883-1884. Hann var bróðir Einars og Lárusar barnakennara. Fósturbróðir þeirra þeirra var Árni. Alls átti hann 8 systkini.

Jón var kaupmaður í Reykjavík.