Jónína Margrét Jónsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 24. október 2018 kl. 11:08 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 24. október 2018 kl. 11:08 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Jónína Margrét Jónsdóttir húsfreyja í Frydendal og á Hól fæddist 26. ágúst 1893 í Snotru í A-Landeyjum og lést 10. maí 1919.
Foreldrar hennar voru Jón Þorsteinsson vinnumaður á Kirkjulandi í A-Landeyjuum, f. 19. júlí 1866, drukknaði 26. apríl 1893, og Guðrún Guðmundsdóttir, síðar húsfreyja í Kúfhól í A-Landeyjum og í Landlyst, f. 16. október 1864 á Voðmúlastöðum, d. 1. mars 1927.

Jónína Margrét var með móður sinni í æsku, með henni á Kirkjulandi í A-Landeyjum 1901, á Kúfhóli 1910.
Þau Guðmundur giftu sig 1916 og bjuggu í Frydendal, en voru leigjendur á Hól 1917 og í maí 1919, en þá lést Jónína eftir barneign, og barn þeirra lést í júlí á sama ári.

I. Maður Jónínu Margrétar, (27. desember 1916), var Guðmundur Tómasson skipstjóri, síðar á Bergstöðum, f. 24. júní 1886, d. 12. október 1967.
Barn þeirra:
1. Jón Guðmundsson, f. 20. apríl 1919 á Hól, d. 16. júlí 1919.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.