Jónína Björg Ingimundardóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Jónína Björg Ingimundardóttir frá Gjábakka, vinnukona fæddist 9. apríl 1877 og lést 3. janúar 1930.
Foreldrar hennar voru Ingimundur Jónsson útvegsbóndi, formaður og hreppstjóri á Gjábakka og kona hans Margrét Jónsdóttir.

Sjá ættboga hennar í Eyjum á síðu Fríðar Ingimundardóttur systur hennar.

Jónína Björg var með foreldrum sínum í æsku og enn 1910. Hún var vinnukona hjá Fríði systur sinni í Sætúni 1920.
Þar var hún vinnukona hjá Fríði 1930, er hún lést.
Hún giftist ekki.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.