Ingunn Arnórsdóttir (Kornhól)

From Heimaslóð
Revision as of 10:34, 17 August 2015 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to: navigation, search

Ingunn Arnórsdóttir vinnukona fæddist 12. mars 1805 í Áskoti í Ásahreppi, Rang. og lést 4. maí 1842.
Foreldrar hennar voru Arnór Hjaltason bóndi, f. 1750, d. 6. mars 1820 og fyrri kona hans Guðrún Magnúsdóttir húsfreyja, f. 1764, d. 8. maí 1814.

Ingunn var með föður sínum og Guðrúnu Sigvaldadóttur stjúpu sinni í Áskoti 1816, var vinnukona á á Vestri-Kirkjubæ á Rangárvöllum við fæðingu Guðrúnar 1831, Reyðarvatni á Rangárvöllum 1835. Hún var vinnukona í Krókatúni í Keldnasókn 1836, er hún fór að Skeggjastöðum í Sigluvíkursókn.
Hún fluttist vinnukona að Vilborgarstöðum 1838. Þar eignaðist hún andvana barn í desember 1838. Hún var vinnukona í Kornhól 1840 og eignaðist þar 2 börn að auki með Þórði Árnasyni. Annað barnið fæddist andvana, hitt dó úr stífkrampa (ginklofa).
Ingunn lést 1842 í Háagarði.

I. Barnsfaðir hennar var Jón Jónsson.
Barn þeirra var
1. Guðrún Jónsdóttir, f. 29. júlí 1831 á V-Kirkjubæ, d. 17. nóvember 1831.

II. Barnsfaðir Ingunnar var Þórður Árnason, þá ókvæntur vinnumaður, f. 3. maí 1809, d. 7. september 1869.
Börn þeirra voru:
2. Andvana stúlka, f. 6. desember 1838.
3. Ingunn Þórðardóttir, f. 28. maí 1840 í Kornhól, d. 4. júní 1840 úr ginklofa.
4. Andvana stúlka, f. 20. júní 1841.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók II – Ásahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Ásahreppur 2007.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.