Ingrid Jensine (f. Steengaard)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ingrid Jensine Sigfússon húsfreyja, tannsmiður fæddist Steengaard 30. september 1909 og lést 29. desember 1987.
Foreldrar hennar voru Søren Steengaard bólstrari í Vejle á Jótlandi, f. 24. apríl 1888, d. 8. ágúst 1958 og kona hans Dorothea Steengaard húsfreyja, f. 13. nóvember 1889, d. 6. febrúar 1969.

Ingrid Sigfússon.

Þau Leifur giftu sig 1939, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu í Dagsbrún við Kirkjuveg 8b.
Leifur lést 1947 og Ingrid 1987.

I. Maður Ingrid, (3. ágúst 1939), var Leifur Sigfússon tannlæknir, f. 4. nóvember 1892 á Vestri-Löndum, d. 25. febrúar 1947.
Barn þeirra:
1. Ninna Dóróthea Leifsdóttir húsfreyja, snyrtifræðingur í Reykjavík, f. 15. maí 1940 í Eyjum, d. 24. janúar 2021. Barnsfaðir hennar Sveinbjörn Lárus Hermansen skrifstofumaður. Barnsfaðir hennar Jóhannes Vilhelm Hansen Ólafsson. Fyrrum maður hennar Lúther Garðar Sigurðsson vélaiðnfræðingur.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Prestþjónustubækur.
  • Tannlæknatal 1854-1984: Æviágrip íslenskra tannlækna. Tannlæknafélag Íslands 1984. Ritnefnd Gunnar Þormar o.fl.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.