„Ingibjörg Bragadóttir (Kirkjubæ)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Ingibjörg Bragadóttir''' frá Kirkjubæ, húsfreyja í Garðinum, fæddist 23. janúar 1941.<br> Foreldrar hennar voru [[Unnur Þorbjörnsdóttir (Kirkjubæ)|Unnu...)
 
m (Verndaði „Ingibjörg Bragadóttir (Kirkjubæ)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 3. nóvember 2015 kl. 13:18

Ingibjörg Bragadóttir frá Kirkjubæ, húsfreyja í Garðinum, fæddist 23. janúar 1941.
Foreldrar hennar voru Unnur Þorbjörnsdóttir, síðar húsfreyja á Kirkjubæ, f. 16. maí 1919, d. 10. október 1990, og barnsfaðir hennar Bragi Sigjónsson vélstjóri frá Sjávargötu, f. 27. júní 1914, d. 25. september 1985.

Ingibjörg ólst upp á Kirkjubæ í skjóli móður sinnar og móðurforeldra, Þorbjörns Guðjónssonar bónda og bæjarfulltrúa og Helgu Þorsteinsdóttur húsfreyju.
Hún útskrifaðist gagnfræðingur og vann í nokkur ár í Sparisjóðnum, var í Húsmæðraskólanum í Reykjavík 1958-1959. Þá starfaði hún í Útvegsbankanum í Eyjum fram að Gosi.
Fjölskyldan fluttist í Garðinn á Miðnesi í Gosinu, þar sem Ingibjörg annaðist heimilishald og vann að fiskverkun og Valdimar Sævar var skipstjóri.
Þau eignuðust 4 börn.
Valdimar Sævar lést 2014.

Maður Ingibjargar var Valdimar Sævar Halldórsson skipstjóri, f. 13. apríl 1944 á Svalbarðsströnd í Eyjafirði, d. 15. febrúar 2014. Foreldrar hans voru Halldór Kristinn Valdimarsson bóndi og sjómaður, f. 30. október 1893, d. 5. nóvember 1963, og kona hans Katrín Matthildur Jónína Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 8. apríl 1907, d. 1. ágúst 1992.
Börn þeirra eru:
1. Halldór Kristinn Valdimarsson, f. 22. nóvember 1965.
2. Helga Birna Valdimarsdóttir, f. 5. júní 1967.
3. Unnur Katrín Valdimarsdóttir, f. 27. september 1973.
4. Ingunn Rós Valdimarsdóttir, f. 2. september 1978.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.