Ingibjörg Þorvarðsdóttir Möller

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 6. ágúst 2014 kl. 17:34 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 6. ágúst 2014 kl. 17:34 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Ingibjörg Þorvarðsdóttir Möller“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Ingibjörg Þorvarðsdóttir Möller húsfreyja í Juliushaab, síðar í Túni, fæddist í Ingjaldshólssókn á Snæfellsnesi um 1821 og lést 7. september 1899.
Faðir hennar var Þorvarður Sumarliðason stýrimaður í Flatey á Breiðafirði, f. 31. mars 1798, d. 30. september 1831. Móðir hennar var Sigríður Þórðardóttir.

Ingibjörg var 14 ára tökubarn á Þæfusteini í Ingjaldshólssókn á Snæfellsnesi 1835, var vinnukona í Assistentshúsi í Fróðársókn 1840.
Þau Carl fluttust til Eyja 1845 og bjuggu í fyrstu í Sjólyst.
Carl varð verslunarstjóri Juliushaabverslunarinnar, (síðar Tanginn) 1846 og bjuggu þau þar síðan meðan Carli entist líf.
Ingibjörg ól 8 börn í Eyjum, missti fyrsta barnið úr ginklofa, en 7 börn komust á legg.
Carl lést 1861.
1861 var Ingibjörg enn í Juliushaab. Þar var með henni Marie Sophie Fridrikke 14 ára. Hún finnst ekki síðan lífs né liðin.
Ingibjörg var búsett í Túni 1862 með börnin Hansine, Hans Peter, Carl Axel og Harald Ludvig. Jóhanne Amalie var þá tökubarn í Garðinum og Vilhelmine Juliette var í Juliushaab.
1863 voru hjá henni Hansine, Vilhelmine og Harald, en Carl Axel var í Juliushaab, Hans Peter á Ofanleiti og Johanne í Garðinum.
1867 var Harald einn hjá henni. Hin börnin voru í fóstri nema Johanne, hún var vinnandi í Garðinum.
Vinnukona í Túni hjá Ingibjörgu var Guðrún Þórðardóttir, síðar húsfreyja þar, kona Jóns Vigfúsar Vigfússonar bónda.
Ingibjörg bjó í Túni til ársins 1868, er þau Guðrún og Jón Vigfús fengu jörðina til ábúðar.
Ingibjörg flutti með Harald í Jónshús og 1870 var hún húskona í Árnahúsi með Harald hjá sér.
Hún fluttist með Carli Axel syni sínum til Reykjavíkur 1882 og síðan á Útskála á Reykjanesi. Þar var hún hjá Carli 1890.
Ingibjörg lést 1899.

Maður Ingibjargar var Carl Ludvig Möller verslunarstjóri, f. 1816, d. 7. júlí 1861.
Börn þeirra hér:
1. Friðrik Vilhelm Möller, f. 17. nóvember 1846, d. 25. nóvember 1846 úr ginklofa.
2. Maria Sophie Friðrikke Möller, f. 28. október 1847.
3.Jóhanne Amalie Christine Möller, f. 20. janúar 1850, d. 18. apríl 1914.
4. Vilhelmine Juliette Möller, f. 5. maí 1852.
5. Hansine Sigríður Christense Möller, f. 28. júní 1854, d. í ágúst 1940.
6. Hans Peter Vilhelm Möller, f. 30. júní 1856, d. 21. desember 1877.
7. Carl Axel Möller, f. 8. febrúar 1859, d. 14. nóvember 1937.
8. Harald Ludvig Möller, f. 14. apríl 1861, á lífi 1930.


Heimildir