Indriði Einarsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 16. júní 2005 kl. 08:18 eftir Jonas (spjall | framlög) Útgáfa frá 16. júní 2005 kl. 08:18 eftir Jonas (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Indriði Einarsson, Skrifstofustjóri. Þingmaður Vestmannaeyja 1890 til 1891. Fæddur á Húsabökkum í Skagafirði 30. apríl 1851, dáinn í Reykjavík 31. mars 1939. Foreldrar Einar (fæddur 31. júlí 1812, dáinn 11. febrúar 1868) bóndi á Húsabökkum og síðar í Krossanesi Magnússonar prests í Glaumbæ Magnússonar og konu hans Eufemiu (fædd 28. júlí 1813, dáin 9. febrúar 1881) Gísladóttir sagnfræðings, síðast í Flatey á Breiðafirði Konráðssonar. K. (20. júlí 1880) Marta maría (fædd 2. ágúst 1851, dáin 4. okt 1931) Pétursdóttir organleikara og alþingismanns í Reykjavík Guðjohnsen og konu hans Guðrúnar Sigríðar Lárusdóttur Knudsen. Stúdent í Reykjavík 1872. Cand. polyt. 1877 frá Hafnarháskóla. Framhaldsnám í Edinborg. Aðstoðarmaður landfógeta 1878. Endurskoðandi landsreikninganna 1879 til 1904. Fulltrúi fjármala- og endurskoðunardeildar stjórnarráðsins 1904, skifstofustjóri þar 1909. Fékk lausn frá starfi 1918. Stundaði síðan ritstörf í Reykjavík til æviloka. Formaður Stórstúku Íslands (stórtemplar 1897-1903 og 1913-1915).