Hvítingar

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Mynd tekin frá Hvítingum, horft til norðurs yfir þáverandi Sjúkrahús Vestmannaeyja.

Hvítingar voru tveir stórir, sérkennilegir steinar sunnan við túngarða Stakkagerðis. Þeir hölluðu þannig að þeir voru hæstir í norðri, um tveir metrar á hæð, en hölluðu niðurávið til suðurs. Steinarnir voru gráleitir með mjög áberandi hvítum blettum sem nafn þeirra er dregið af.

Á 16. öld var þinghald Vestmannaeyja flutt að Hvítingum frá Vilborgarstöðum, en í upphafi 19. aldar var húsið Hvítingar byggt þar. Minnst er á húsið í manntalinu 1859 og stóð það skammt suður af Stakkagerðistúni.

Hvítingatraðir var gata sem lá meðfram suðurhlið Stakkagerðistúns eftir Hvítingum (steinunum) og Hvítingum (húsinu), en sú gata heitir Hvítingavegur í dag.