„Hraunbúðir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
Hraunbúðir, dvalarheimili aldraðra, er staðsett suður af Brimhólum, vestan Illugagötu, í Dalhrauni
Hraunbúðir, dvalarheimili aldraðra, er staðsett suður af Brimhólum, vestan Illugagötu, í Dalhrauni og var það byggt fyrir gjafafé í kjölfar [[Heimaeyjargosið|gossins]] og var það opnað 22. september 1974. Árið 1994 var ráðist í stækkun á húsinu. Flatarmál hússins er nú 2.491,2 m2. Þar er einnig skrifstofa heimilishjálpar.
og var það upphaflega byggt fyrir gjafafé í kjölfar [[Heimaeyjargosið|gossins]] og árið 1994 var síðan
ráðist í stækkun á húsinu. Flatarmál hússins er nú 2.491,2 m2. Þar er einnig skrifstofa heimilishjálpar.


Húsið skiptist:
Húsið skiptist:

Útgáfa síðunnar 18. júlí 2005 kl. 10:26

Hraunbúðir, dvalarheimili aldraðra, er staðsett suður af Brimhólum, vestan Illugagötu, í Dalhrauni og var það byggt fyrir gjafafé í kjölfar gossins og var það opnað 22. september 1974. Árið 1994 var ráðist í stækkun á húsinu. Flatarmál hússins er nú 2.491,2 m2. Þar er einnig skrifstofa heimilishjálpar.

Húsið skiptist:

  • Hjúkrunardeild með 25 rýmum
  • Þjónusturými með 14 rýmum
  • Dagvistarrými með 10 rýmum

Stöðugildi eru alls 28 en í húsinu starfa á milli 40 og 50 mann í fullu- eða hlutastarfi. Í húsinu er starfrækt:

  • Hjúkrunardeild
  • Þjónustudeild (ellideild)
  • Dagvistun, eldri borgara utan úr bæ í 10 rýmum, en þau nota þetta á bilinu 20 –40 manns mánaðarlega.
  • Eldhús. Þar er eldað fyrir alla vistmenn og starfsfólk Hraunbúða, auk dagvistunarfólks. Þá er seldur matur til eldri borgara í bænum sem þess óska svo og stofnana bæjarins.
  • Hársnyrting og fótsnyrting fyrir alla vistmenn. Auk þess eldri borgara utan úr bæ sem það vilja.



Heimildir

  • Aðalskipulag Vestmannaeyja