Hrönn Vilborg Hannesdóttir (Hæli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 16. nóvember 2018 kl. 17:36 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 16. nóvember 2018 kl. 17:36 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Hrönn Vilborg Hannesdóttir (Hæli)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Hrönn Vilborg Hannesdóttir frá Hæli, húsfreyja fæddist þar 22. febrúar 1939.
Foreldrar hennar voru Hannes Hreinsson verkamaður, fiskimatsmaður, f. 2. október 1892 í Selshjáleigu í A-Landeyjum, d. 28. maí 1983, og önnur kona hans Jóhanna Sveinsdóttir húsfreyja, f. 23. maí 1896 á Syðri-Úlfsstöðum í A-Landeyjum, d. 22. október 1949.
Stjúpmóðir Hrannar Vilborgar var Vilhelmína Jónasdóttir húsfreyja, f. 6. júlí 1902 á Hóli á Akranesi, d. 31. maí 1966.

Barn Jóhönnu og Hannesar:
1. Hrönn Vilborg Hannesdóttir húsfreyja, f. 22. febrúar 1939.
Börn Hannesar og fyrri konu hans Vilborgar Guðlaugsdóttur:
2. Magnea G. Hannesdóttir Waage húsfreyja, verslunarmaður, f. 21. desember 1922 í Breiðholti, d. 4. júlí 2017.
3. Jóna Bergþóra Hannesdóttir húsfreyja, f. 27. mars 1925 á Hæli, d. 10. febrúar 2010.
4. Ásta Sigríður Hannesdóttir húsfreyja, snyrtifræðingur, f. 10. mars 1929 á Hæli.

Hrönn var með foreldrum sínum fyrstu árin, en móðir hennar lést, er Hrönn var á ellefta árinu.
Þau Þórður giftu sig 1957, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Sætúni, Bakkastíg 10 1954-1959, byggðu húsið við Bakkastíg 16 og bjuggu þar til Goss. Á gostímanum fluttust þau á Hvolsvöll og víðar, en voru lengst í Kópavogi, fluttust til Eyja 1975, bjuggu eitt sumar í Dölum og á Túngötu 24 1975-1977, en fluttu í apríl á því ári í nýbyggt hús sitt við Stapaveg 10.

I. Maður Hrannar Vilborgar, (28. desember 1957), er Þórður Magnússon frá Skansinum, verktaki, bifreiðastjóri, f. 17. apríl 1933.
Börn þeirra:
1. Hanna Margrét Þórðardóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 24. maí 1955. Maður hennar er Óskar Valtýsson.
2. Ósk Þórðardóttir húsfreyja, tannlæknir í Reykjavík, f. 27. júní 1957 í Sætúni. Maður hennar er Kristinn Leifsson.
3. Guðbjörg Þórðardóttir húsfreyja, skrifstofumaður í Garðabæ, f. 5. mars 1964. Maður hennar var Viðar Einarsson.
4. Elín Þórðardóttir húsfreyja, skrifstofumaður í Kópavogi, f. 4. júní 1970. Sambýlismaður var Ísólfur Ásmundsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.