„Hjálmar Guðnason“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
Hjálmar Guðnason fæddist á Vegamótum í Vestmannaeyjum 9. desember 1940. Hann lést á heimili sínu 27. janúar 2006 og var jarðsunginn frá Hvítasunnukirkjunni í Vestmannaeyjum 4. febrúar 2006.
Hjálmar Guðnason fæddist á [[Vegamót|Vegamótum]] í Vestmannaeyjum 9. desember 1940, og lést 27. janúar 2006. Eiginkona Hjálmars var [[Kristjana Svavarsdóttir]] og áttu þau sex börn saman. Börn þeirra eru [[Anna Kristín Hjálmarsdóttir|Anna Kristín]], [[Guðni Hjálmarsson|Guðni]], [[Sigurbjörg Hjálmarsdóttir|Sigurbjörg]], [[Ásta Margrét Hjálmarsdóttir|Ásta Margrét]] og [[Ólafur Hjálmarsson|Ólafur]]. Á fyrri árum var Hjálmar kenndur við Vegamót, en eftir [[Heimaeyjargosið|gos]] var hann kenndur við heimili sitt, [[Hóll|Hól]].
 
== Tónlistarstarf ==
Hjálmar starfaði lengi sem loftskeytamaður, áður en hann hóf störf við [[Tónlistarskólinn í Vestmannaeyjum|Tónlistarskólann]]. Kenndi hann á ýmis blásturshljóðfæri, en trompetið var hans aðalhljóðfæri. Hjálmar tók við [[Lúðrasveit Vestmannaeyja]] árið 1977 og stjórnaði henni í 11 ár. Síðustu ár Hjálmars reisti hann upp starf [[Skólalúðrasveitin|Skólalúðrasveitarinnar]] og lagði grunninn að sterku ungmenna-lúðrasveitarstarfi við Listaskólann.
 
== Kirkjustarf ==
Hjálmar gekk í [[Hvítasunnukirkjan|Hvítasunnukirkjuna]] árið 1977 og var stólpi í henni til dauðadags. Árið 1980 var Hjálmar vígður sem öldungur við kirkjuna. Hann tók virkan þátt í safnaðarstarfinu og þá sérstaklega í tónlistarstarfinu. Starfrækti hann fjölda kóra, karla- og kvennakóra jafnt sem barnakóra. Stórt skarð  myndaðist við fráfall Hjálmars, en þess má geta að við fráfall hans tók söfnuðurinn sig saman og gerði upp [[Samkomuhúsið]], stóra sal Hvítasunnukirkjunnar. Ekki veitti af, því að um 600 manns komu í jarðarför Hjálmars, sem fór fram þann 4. febrúar 2006.  
 
[[Flokkur:Fólk]]
11.675

breytingar

Leiðsagnarval