Helgafellsvöllur

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Þessi knattspyrnuvöllur, við rætur Helgafells að vestan, varð til vegna vikurhreinsunar í Helgafelli. Vikrinum var rutt niður til vesturs, jafnað úr honum og þannig myndaðist hið ágætasta vallarstæði. Mold var síðan sett ofan á vikurinn og grasfræi sáð í hana. Grasvöllurinn var formlega tekinn í notkun árið 1978 og hefur aðallega verið notaður sem æfingavöllur auk þess sem hann hefur verið heimavöllur KFS, Knattspyrnufélagsins Framherja Smástundar.