„Heimaeyjargosið“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
bæti við texta
(bæti við texta)
(bæti við texta)
Lína 68: Lína 68:


== Goslok ==
== Goslok ==
Í lok apríl fór eyjan að grænka. Þrátt fyrir gjall og sót kom [[lundi|lundinn]] og hreinsaði holur sínar. Suðurhluti eyjunnar hafði sloppið ágætlega og því var hann fljótur að grænka. Bjartsýni á goslok dafnaði. Virkni eldgíga var minni í maí og virknin í júní var í lágmarki. Því voru þessir mánuðir notaðir í hreinsunarstarf. Götur voru mokaðar og grasfræi sáð í jarðveginn. Aðstæður voru ekki góðar í byrjun uppgræðslunnar en með sumrinu náðist góð uppgræðsla. Síðasta goshrinan stóð yfir í aðeins nokkrar mínútur þann 26. júní. Almannavarnarnefnd tilkynnti þann 3. júlí að gosinu væri lokið.  
Í lok apríl fór eyjan að grænka. Þrátt fyrir gjall og sót kom [[lundi|lundinn]] og hreinsaði holur sínar. Suðurhluti eyjunnar hafði sloppið ágætlega og því var hann fljótur að grænka. Bjartsýni á goslok dafnaði. Virkni eldgíga var minni í maí og í júní mældist ekkert hraunrennsli frá gígnum. Því voru þessir mánuðir notaðir í hreinsunarstarf. Götur voru mokaðar og grasfræi sáð í jarðveginn. Aðstæður voru ekki góðar í byrjun uppgræðslunnar en með sumrinu náðist góð uppgræðsla. Síðasta goshrinan stóð yfir í aðeins nokkrar mínútur þann 26. júní. Almannavarnarnefnd tilkynnti þann 3. júlí að gosinu væri lokið með eftirfarandi tilkynningu; "Að mati sérfræðinga og vísindamanna er það staðreynd, að gígurinn er lokaður og gosvirkni í fellinu hætt. Þar sem ekki er hins vegar enn laust við gasmengun í miðhluta bæjarins einkanlega á svæði vestur af Heiðarvegi, upp að Hásteinsvegi, Hvítingavegi og Birkihlíð, eru því þeir, sem hug hafa á að setjast að á umræddu svæði, beðnir að hafa samband við Almannavarnanefnd Vestmannaeyja í síma 99-6911 eða 99-6912 og fá þar upplýsingar um ástand með tilliti til gasmengunar. Nefndin vill jafnframt ítreka að foreldrar láti ekki börn sín vera fylgdarlaus á umræddu svæði."
 
Í kjölfarið hófst skipulagt hreinsunarstarf í Vestmannaeyjum af fullum krafti. Gekk það starf framar vinum og í lok ágúst var búið að hreinsa meirihluta bæjarins af ösku. Um miðjan september var áætlað að um 800 þúsund smálestum hefði verið ekið af götum Vestmannaeyjabæjar.  


== Stærð Heimaeyjar fyrir og eftir gos ==
== Stærð Heimaeyjar fyrir og eftir gos ==
Lína 78: Lína 80:


== Lífið eftir gos ==
== Lífið eftir gos ==
[[Mynd:Eldfell-toppur.jpg|thumb|left|250px|Hraunið séð af toppi Eldfells.]]Margir íbúar Eyja ætluðu að koma heim bara daginn eftir upphaf gossins. Morgunblaðið greindi frá því þann 26. janúar að gosið væri í rénun og Eyjamenn gætu komist fljótt heim. Þetta gaf mönnum von um að komast fljótt heim. Eflaust hafa margir misst vonina eftir því sem lengra leið á gosið og settust að upp á landi. Stór hluti kom þó til baka og í nóvember 1973 höfðu rúmlega 2000 manns snúið til baka. Þeim sem sneru til baka beið mikil og erfið vinna. Af þeim 1350 húsum bæjarins, fóru 417 eignir  undir hraun og önnur 400 skemmdust að einhverju eða miklu leyti. Menn voru yfirleitt bjartsýnir á framtíðina og hófu uppbyggingu fljótt og örugglega. Margar fjölskyldur einstaklingar fluttu ekki til baka. Ástæður þess voru margar, t.d. treysti fólk sér ekki til að flytja aftur þar sem húsin þeirra voru komin undir hraun eða það fékk góða atvinnu og húsnæði á meginlandinu.  
[[Mynd:Eldfell-toppur.jpg|thumb|left|250px|Hraunið séð af toppi Eldfells.]]Margir íbúar Eyja ætluðu að koma heim bara daginn eftir upphaf gossins. Morgunblaðið greindi frá því þann 26. janúar að gosið væri í rénun og Eyjamenn gætu komist fljótt heim. Þetta gaf mönnum von um að komast fljótt heim. Eflaust hafa margir misst vonina eftir því sem lengra leið á gosið og settust að upp á landi. Flutningur fjölskyldna til Vestmannaeyja hófst fyrir alvöru í ágúst. Um miðjan september var búið að flytja um 1200 bæjarbúa til Eyja og í nóvember 1973 höfðu rúmlega 2000 manns snúið til baka. Þeim sem sneru til baka beið mikil og erfið vinna. Af þeim 1350 húsum bæjarins, fóru 417 eignir  undir hraun og önnur 400 skemmdust að einhverju eða miklu leyti. Menn voru yfirleitt bjartsýnir á framtíðina og hófu uppbyggingu fljótt og örugglega. Margar fjölskyldur einstaklingar fluttu ekki til baka. Ástæður þess voru margar, t.d. treysti fólk sér ekki til að flytja aftur þar sem húsin þeirra voru komin undir hraun eða það fékk góða atvinnu og húsnæði á meginlandinu. Þann 6. september var svo aftur kveikt á götuljósunum í Eyjum.


Margt jákvætt fylgdi gosinu fyrir bæjarfélagið. Fyrir gos hafði uppfyllingarefni verið stórt vandamál. Hvergi var efni að fá og þurfti mikið jarðrask til þess að útvega efni. Í gosinu kom upp nægilegt uppfyllingarefni fyrir allar framkvæmdir svo langt sem augað eygir. [[Heimaey]] stækkaði um 2,2 km² í eldgosinu og býður þessi viðbót upp á óteljandi möguleika varðandi framkvæmdir, ferðamennsku og útivist. Hraunið gerði innsiglu í höfnina enn betri og lokaði á suðaustan-vindinn sem vildi herja á höfnina. Hraunið sem menn héldu að ætlaði að eyðileggja höfnina gerði hana að einni allra bestu höfninni á landinu.
Margt jákvætt fylgdi gosinu fyrir bæjarfélagið. Fyrir gos hafði uppfyllingarefni verið stórt vandamál. Hvergi var efni að fá og þurfti mikið jarðrask til þess að útvega efni. Í gosinu kom upp nægilegt uppfyllingarefni fyrir allar framkvæmdir svo langt sem augað eygir. [[Heimaey]] stækkaði um 2,2 km² í eldgosinu og býður þessi viðbót upp á óteljandi möguleika varðandi framkvæmdir, ferðamennsku og útivist. Hraunið gerði innsiglu í höfnina enn betri og lokaði á suðaustan-vindinn sem vildi herja á höfnina. Hraunið sem menn héldu að ætlaði að eyðileggja höfnina gerði hana að einni allra bestu höfninni á landinu.
2.379

breytingar

Leiðsagnarval