Hallgerður Pétursdóttir (Strönd)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Hallgerður Pétursdóttir.

Hallgerður Pétursdóttir frá Strönd við ]Miðstræti 9a, húsfreyja fæddist 13. janúar 1948 og lést 24. september 2022.
Foreldrar hennar voru Pétur Sigurðsson Stefánsson frá Högnastöðum í Reyðarfirði, lögregluþjónn, heilbrigðisfulltrúi, f. 1. maí 1917, d. 24. nóvember 1993, og kona hans Jóhanna Sigrún Magnúsdóttir frá Sjónarhóli við Sjómannasund 10b, húsfreyja, f. 23. maí 1920, d. 17. apríl 1981.

Börn Sigrúnar og Péturs:
1. Björk Guðríður Pétursdóttir, f. 3. september 1941 á Brekastíg 15.
2. Stefán Pétursson, f. 30. september 1943 á Brekastíg 15.
3. Sveinn Ingi Pétursson, f. 29. maí 1945 á Fífilgötu 5.
4. Hallgerður Pétursdóttir, f. 13. janúar 1948 á Strönd, d. 24. september 2022.
5. Helga Sigurborg Pétursdóttir, f. 18. ágúst 1951 á Strönd.

Hallgerður var með foreldrum sínum, á Strönd og við Vesturveg 31.
Þau Jón Gauti giftu sig 1966, eignuðust þrjú börn. Þau skildu 1995.
Þau Árni giftu sig 2007.
Árni lést í maí 2022 og Hallgerður í september 2022.

I. Maður Hallgerðar, (29. maí 1966), var Jón Gauti Jónsson sveitarstjóri, bæjarstjóri í Garðabæ, framkvæmdastjóri, ráðgjafi, aðstoðarforstjóri, f. 29. desember 1945 á Ísafirði, d. 4. ágúst 2008. Foreldrar hans voru Jón Gauti Jónatansson, f. 14. október 1907, d. 20. febrúar 1964, og kona hans Guðrún Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 4. febrúar 1909, d. 27. október 2001.
Börn þeirra:
1. Sigrún Jónsdóttir í Eyjum, f. 10. október 1966. Fyrrum maður hennar Gunnlaugur Kristján Gunnlaugsson. Maður hennar Gunnar Hólm Ragnarsson.
2. Jón Gauti Jónsson, f. 8. janúar 1974. Kona hans Sigrún Magnúsdóttir.
3. Sólveig Ásta Gautadóttir, f. 25. júlí 1980. Sambúðarmaður hennar Vignir Bjarnason.

II. Maður Hallgerðar, (20. júlí 2007), var Árni Pálsson rafvélavirkjameistari, skipstjóri, f. 24. febrúar 1950 á Raufarhöfn, d. 18. maí 2022 á Droplaugarstöðum. Foreldrar hans voru Páll Hjaltalín Árnason frá Svalbarði í Þistilfirði, sjómaður, oddviti, sveitarstjóri, útgerðarmaður, útgerðarstjóri, f. 12. mars 1927, d. 19. janúar 1999, og Una Hólmfríður Kristjánsdóttir frá Raufarhöfn, húsfreyja, f. 12. apríl 1931.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 12. október 2022. Minning.
  • Morgunblaðið 30. janúar 1999. Minning Páls Hjaltalíns Árnasonar.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.