Halldóra Árnadóttir (Godthaab)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 31. mars 2014 kl. 21:15 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 31. mars 2014 kl. 21:15 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Halldóra Árnadóttir (Godthaab)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Halldóra Árnadóttir vinnukona í Godthaab, síðar húsfreyja í Spanish Fork í Utah fæddist 22. ágúst 1844 á Undirhrauni í Meðallandi og lést 27. janúar 1929 Vestanhafs.
Foreldrar hennar voru Árni Ágrímsson bóndi á Undirhrauni, f. 23. ágúst 1802, d. 7. júlí 1846, og kona hans Halldóra Ólafsdóttir húsfreyja, f. 3. nóvember 1808, d. 1. júní 1873.

Halldóra var með foreldrum sínum á Undirhrauni til ársins 1846. Hún var hjá móður sinni og Halldóri Eyjólfssyni stjúpa sínum á Syðri-Steinsmýri í Meðallandi 1848-1862, hjá þeim í Hraunkoti 1862-1867, vinnukona í Hólmi í Landbroti 1867-1968. Þá var hún hjá móður sinni í Hraunkoti 1868-1870.
Hún fór til Eyja 1870 og var vinnukona í Godthaab, en 1874 fór hún frá Garðinum til Vesturheims með Lofti Jónssyni.
Þau Halldóra og Loftur höfðu gifst 1873, sennilega á mormónska vísu, því að ráðahagsins finnst hvergi getið í prestþjónustubókum í Eyjum. Loftur lést af slysförum Vestra skömmu eftir komuna þangað.
Halldóra giftist síðar Gísla Einarssyni bónda og dýralækni í Spanish Fork í Utah.

Halldóra var tvígift.
I. Fyrri maður hennar, (1873), var Loftur Jónsson, f. 24. júlí 1814, d. 20. ágúst 1874.
Barn þeirra var
1. Juliana Johnson, f. 30. júlí 1874 í Spanish Fork, d. sama dag.

II. Síðari maður Halldóru , (17. apríl 1876), var Gísli Einarsson bóndi og dýralæknir í Spanish Fork, f. 25. nóvember 1849 í Hrífunesi í Skaftártungu, d. 17. ágúst 1934 í Spanish Fork.
Halldóra var fyrri kona hans. Síðari kona hans var Marín Halldórsdóttir hálfsystir, (sammmædd), Halldóru.
Börn þeirra voru:
2. Helga Maria Bjarnason húsfreyja, f. 11. október 1876, d. 25. maí 1867 í Provo, Utah.
3. Loftur Bjarnason fræðslumálastjóri í Utah, f. 15. mars 1879, d. 16. apríl 1939.
4. Gudrun Dena Bjarnason húsfreyja, f. 18. september 1881, d. 24. maí 1956 í Payson, Utah.
5. Elin Ormena Bjarnason, f. 23. apríl 1885, d. 27. febrúar 1887 í Spanish Fork, Utah.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • FamilySearch.org
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.