„Halldór Kolbeins“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 10: Lína 10:


{{Heimildir|
{{Heimildir|
* Guðlaugur Gíslason: ''Eyjar gegnum aldirnar''. Frásagnir af mannlífi og atburðum í Vestmannaeyjum frá gamalli tíð og nýrri. Reykjavík, 1982.
* [[Guðlaugur Gíslason]]: ''Eyjar gegnum aldirnar''. Frásagnir af mannlífi og atburðum í Vestmannaeyjum frá gamalli tíð og nýrri. Reykjavík, 1982.
}}
}}



Útgáfa síðunnar 21. júlí 2006 kl. 08:35

Séra Halldór ásamt konu sinni, Láru.

Halldór Kolbeins var prestur Vestmannaeyinga frá 1945 til 1961. Hann var fæddur að Staðarbakka í Miðfirði 16. febrúar 1893 og lést 29. nóvember 1964. Foreldrar hans voru séra Eyjólfur Kolbeins Eyjólfsson á Staðarbakka og kona hans Þórey Bjarnadóttir. Eiginkona Halldórs var Lára Ágústa Ólafsdóttir. Þau áttu saman sex börn, auk þess að ala upp tvö fósturbörn.

Halldór varð stúdent í Reykjavík árið 1915 og lauk síðan cand. theol. prófi frá Háskóla Íslands árið 1920. Hann lauk einnig kennaraprófi sama ár. Halldór var mikill tungumálamaður og var víðlesinn.

Halldór fékk veitingu fyrir Flatey 1921, Stað í Súgandafirði 1925 og síðar Mælifelli árið 1941. Hann var settur til prestþjónustu í Vestmannaeyjum frá 1938 til 1939. Halldór fékk veitingu fyrir Vestmannaeyjaprestakalli árið 1945 og gegndi því til ársins 1961. Hann sat að Ofanleiti alla sína prestskapartíð í Eyjum og var síðasti presturinn sem þar bjó. Eftir hans tíð var húsið leigt ýmsum, allt þar til það var rifið, árið 1977. Halldór stundaði einnig kennslu, bæði í Barnaskólanum og Gagnfræðaskólanum.

Séra Halldór ásamt fjölskyldu sinni.



Heimildir

  • Guðlaugur Gíslason: Eyjar gegnum aldirnar. Frásagnir af mannlífi og atburðum í Vestmannaeyjum frá gamalli tíð og nýrri. Reykjavík, 1982.