Halla Tulinius

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Halla Kristín Ottosdóttir Tulinius kennari fæddist 26. nóvember 1962 á Akureyri.
Foreldrar hennar Otto Tulinius vélvirkjameistari, vélstjóri, framkvæmdastjóri, f. 18. mars 1939, d. 15. janúar 2022, og kona hans Agnes Svavarsdóttir skrifstofumaður, f. 30. október 1941.

Halla Kristín Ottósdóttir Tulinius.

Halla varð stúdent í M.A. 1982, lauk kennaraprófi 1985, heimilisfræðsluprófi í K.H.Í. 1987.
Hún var kennari í Hvassaleitisskóla í Rvk 1985-1986, stundakennari þar 1986-1987, kennari 1987-1988. Hún var kennari í Barnaskólanum í Eyjum frá 1988. (Þannig 1989).
Hún vann á sumrum verkamannavinnu, 1979-1983, verslunarstörf 1984, við sumardvöl fyrir þroskahefta 1985.
Þau Guðjón Ingvi giftu sig 1989, eignuðust þrjú börn. Þau búa á Akureyri.

I. Maður Höllu, (17. júní 1989), er Guðjón Ingvi Geirmundsson læknir, f. 22. september 1959 á Hofsósi í Skagaf.
Börn þeirra:
1. Agnes Yolanda Guðjónsdóttir, f. 7. mars 1993.
2. Anna Nidia Guðjónsdóttir, f. 7. mars 1993.
3. Otto Fernando Guðjónsson, f. 21. október 1995.



Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Læknar á Íslandi. Gunnlaugur Haraldsson. Þjóðsaga 2000.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.